Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, August 19, 2005

Raus

Nú er ég komin heim eftir tvær vægast sagt frábærara vikur. Þetta voru mjög skemmtilegar vikur, ég þurfti ekkert að gera nema bara nákvæmlega það sem mig langaði til, sem var margt.
Nú er ég komin heim heil á húfi og skólinn byrjar á mánudaginn og því mörgu að sinna, s.s. kaupa bækur og flytja.
Nú eru Ágú og Lidda á Kára og munum við öll fjögur búa saman í mánuð sem verður án efa gaman. Fyrstu tvær vikurnar munum við þó búa með Finnskum draug. Gaman að prófa eitthvað nýtt :)
Næsta laugardag er svo menningarnótt (eins og svo margir vita)og mun það vera síðasta samnkoman fyrir veturinn og því upplagt að hitta gott fólk og gera upp sumarið.
En jæja ég þarf nú að fara að drífa mig í árlegan verslunarleiðangur í hinar ýmsustu bókabúðir höfuðborgar vorrar.
Bless í bili

Tuesday, August 02, 2005

Sumarið senn á enda

Þjóðhátíð er búin og var hún frábær. Við vorum í íbúð með engu í og var hún í frekar lélegu ásikomulagi. Hún dugði þó vel og stemningin var gríðarleg í henni, sem og í dalnum.
Mér tókst að koma með allt heilt heim nema röddina, tel ég að hún hafi glatast um lágnætti á föstudegi.

Nú er það svo bara portúgal. Ég er búin að pakka og á ekkert eftir nema setjast upp í flugvél og koma mér í tveggja vikna gírinn. Er meira að segja orðin nokkuð spennt.

Stutt í þetta skipti
Ekkert rugl