Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, December 30, 2005

Það síðasta á árinu

Þetta er líklega síðasta bloggið á árinu, nema hann mundi hafi eitthvað í pokahorninu.
Jólin hafa gengið í garð og liðið ákaflega fljótt til þessa. Þau hafa verið ósköp góð, matur, góðar og nytsamar gjafir og skemmtilegheit, bara svona eins og jól eru venjulega. Ég hef snúið sólarhringnum gjörsamlega við og er rétt að festa svefn þegar mamma fer til vinnu sinnar. Það fylgir líka jólunum.
Nú fer þó að styttast í næstu hátíð sem er engu síðri, áramótin.
Spurningin er þó hvar og hvernig halda eigi upp á þessi tímamót. Líta má á þessi áramót sem einkar merkileg þar sem þau eru síðustu áramótin mín í tug númer tvö og því mikilvægt að halda vel upp á þau. Væri sniðugt að vera í höfuðborginni eða á maður að halda sig á suðurlandsundirlendinu? Þetta á nú vonandi allt saman eftir að vise sig á næstu dögum.
En ég loka þessu með því að óska öllum lesendum á árinu sem og landsmönnum öllum gleðilegrar jóla og farsældar á nýu ári

Sunday, December 18, 2005

við erum núna bæði búin, þakka góðar hamingjuóskir
kveðja
litlu þrælarnir

Tuesday, December 13, 2005

Gleði gleði

Húrra, ég er komin í jólafrí, þetta er gleðidagur mikill og ræð ég mér vart fyrir kátínu. Vandamálið er bara að allt sem mig hefur dreymt um að gera hefur misst sjarma sinn. Mig langar ekki lengur að vera heilan sólarhring í mahjong eða bubleshooter. Ég er heldur ekkert þreytt lengur og nenni ekki að fara að taka til sem er bráðnauðsynlegt á þessum bæ akkaurat þessa stundina.
Heimilisstörfin hafa sitið á hakanum undanfarnar vikur og ekki er til eitt einasta hreina glas í húsinu, flöskur og dósir má finna á ótrúlegustu stöðum. Ekki hef ég treyst mér til þess að ná í neinn einasta hlut sem dettur í gólfið af hræðslu við lífríkið sem þar hefur myndast. Mín versta martröð undanfarna daga hefur verið að fá Heiðar og Margréti í heimsókn.
Í dag ætla ég að fara og fá loksins smá jól í augun. Ég ætla að fara niður í bæ og jólast smá, ekki seinna vænna.
Guðmundur greyið er þó ennþá í prófum og þarf hann því núna mikinn andlegan stuðning og vorkunn, verð því að reyna að vera svoldið góð við hann.
En þangað til næst lifið heil :)

Friday, December 09, 2005

Þessi hlýtur að vera e-ð vangefinn

Ég var að koma ofana af selfossi. Fór í vöruhúsið og rak augun í bók sem hét: "oojbarrasta, Fúsi varstu að freta"!
Tók svo bókina og fór svona að glugga í hana, endaði svo með að lesa hana alla stóð bara með kerruna á miðjum ganginum í kaupfélaginu og las. Þar til alt í einu kom einhver maður, sem ég held meira að segja hafi verið drukkinn, ef ekki þá vona ég að minnstakosti að hann hafi rennt við í tannburstarekkanum og gripið eins og einn reach með sér. Við áttum svona smá spjall sem var einhvernvegin sona:
Hann:"Hvar átt þú heima?" (svolítið þvoglumæltur og lagði mikla áherslu á þú)
Ég:" Ég á heima á eyrarbakka." og svo snéri ég mér undan og í átt að hillunni svo ég gæti haldið áfram að lesa og einstakasinnum missa útúrmér smá hlátur. Eftir svona tvær bls. kemur gæinn aftur:
Hann:" Er þetta góð bók?"
Ég: "jájá"
Hann: "Ætlarðu að kaupa hana?"
Ég: "nei, það held ég ekki"
Hann:" ertu bara hérna til að lesa?"
Ég: "Já"
Hann:"En þú ert nú líka að kaupa í matinn sé ég"
Ég: "Já"
Hann: "Jájá, ég gat svo sem sagt mér það" og labbaði svo í burtu!
Ég veit ekki alveg hvað maðurinn var að pæla en ef ykkur dettur e-ð í hug þá megiði endilega segja mér það í eins og einu kommenti eða tveimur.
En ég mæli hiklaust með bókinn, ég ætla sko að kaupa hana þessa, þetta verður fyrsta bókinn sem krakkarnir mínir fá að heyra, það verður að viðhalda prumpuhúmornum.
Kv. Mundi.

Thursday, December 08, 2005

Hremmingar gærdagsins

Þá er þetta búið.
Í gær fór ég að ráðum Gústu og sat við og skrifaði á spjöld til klukkan að verða þrjú í nótt. Tóta og Matti komu við síðdegis með maltkippu, smákökur og nammi til þess að bæta, hressa og kæta. Tókst það með eindæmum vel og unnið var betur og hraðar eftir það. Ég var þó orðin svo súr í lokinn að brandarinn að hafa auðuga önd fanst mér það fyndnasta sem ég hef heyrt. Ég vaknaði svo fyrir allar aldir í morgun efir örsvefn og hóf að lesa glósur úr bókinni sem ég hafði ekki lesið en átti að lesa. Þegar þarna var komið við sögu snerist baráttan við námið aðallega í það að halda augunum opnum og hemja óviðráðanlegan svefngalsa sem tekið hafði sér bólfestu í sál minni. Ég hugsaðu um vísitölu íslenska skáldið sem hóf nám í Lærða skólanum fyrir tilstillan nokkurra velgjörðarmanna, fór svo til Köben í nám en lauk því ekki því hugurinn hneigðist til Bakkusar. Heim var þá haldið og fengist við kennslu eða prestskap. Að lokum urðu þeir svo þunglyndir og dóu.
Ég trítlaði að lokum af stað í prófið með það í huga að lífið er sigling dauðatáknin felast alls staðar og að Ísland er fallegasta land í heimi sem hefur að geyma bestu þjóð heims, sjálfstæði vort er því afar mikilvægt. Ég hafði það einnig bak við eyrað að ef stæði ég á gati gæti ég sagt: "Þetta veist þú nú betur en ég." Líkt og einhver fyrirrennari minn í Menntaskólanum gerði um árið.
Ég kom því í prófið, búin að einsetja mér að hafa gaman af og ég held að þar með hafið ég bjargað þessu fyrir horn og nælt mér í lágmarkseinkunn. :)
Nú er því mál að fara að svala fróðleiksfýsn minni um fellingarhreyfingar og setmyndannir, einnig þarf ég að læra um Jónas Hallgrímsson fjórða daginn í röð, (er hann orðinn einn besti vinur minn í dag).
Takk fyrir lesninguna

Wednesday, December 07, 2005

Hræðilegar aðsæður

Nú er ég að vakna upp við mjög vondan draum. Ráðgert er að ég fari í íslenskupróf á morgun. Ég hef kosið mér það að sofa í öllum íslenskutímum vetrarins, eða ekki einu sinni kosið, ég sofna einfaldlega. Þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég hef komist í tæri við. Greining og túlkun ljóða frá íslenskum skáldum á nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar. Auk þess að hafa sofið í tímunum eða allavega ekki getað haldið athygli hef ég ekkert glósað og engin verkefni gert. Þannig að ég er í vægast sagt mjög vondum málum. Það vantar einfaldlega í mig þann eiginleika að geta túlkað eitthvða sem einhver sagði fyrir mörgum árum rétt og vitað þannig hvað fólk var að meina en gat ekki bara sagt.
Skrýtið finnst mér líka að þurfa taka stökkið frá skemmtilegasta námsefni vetrarins sjálfstæðisbaráttu íslendinga yfir í svona rugl á nokkrum mínútum.
ofan á allt annað þarf ég að lesa leiðinlegustu bók veraldar, bók eftir Heimi Pálsson um kalla og ljóð. Þessi bók er einungis upptalning og tilvitnanir.
Nú hef ég vælt heldur betur og býst við því að þið vorkennið mér og komið með góða leið til þess að bjarga mér út úr þessum aðstæðum.
Það sem toppar allt er að nú er ég að blogga í stað þess að læra

Monday, December 05, 2005

Stofa 4?

Maður verður víst duglegur við allt annað en að læra í törnum prófa þ.á.m. blogga.
Stærðfræðiprófið er nú frá og prófin sem eftir eru orðin teljandi á fingrum annarar handar.
Ég er að hugsa um að taka þessa törn létt, ekkert stress því það verður að geymast fyrir stúdentsprófin.
Mig dreymdi um daginn að ég, guðmundur, þórhildur og halli frændi værum að spjalla saman í skólanum á Eyrarbakka. Þar voru allir mættir í skólann vegna þess að enginn hafði klárað hann. Afi var skólastjóri og var hann að deila út stundasrám. Ég,Þórhildur og Guðmundur áttum öll að mæta í matreiðslu í fyrsta tíma í stofu fjögur. Áður en við komumst í tíma kom löggan og tók guðmund.
Ástæða þess að ég er hér að segja frá þessum draumi er sú að við mundi fórum að þræta um hvaða stofa væri stofa fjögur í skólanum. Ef einhver getur bundið enda á þessar þrætur mundi tími okkar eflaust nýtast betur.
Annars er bara allt gott að frétta, Helga kom aftur í orlof um helgina og í þetta sinn bjuggum við til pizzu handa henni (hún varð reyndar svoldið eins og kex).
Ég ætla nú að fara að hvíla augun í smá áður en undibúningur söguprófs hefst.