Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, November 23, 2006

Snjór, jól og próf

Fjölskyldan á Túngötu 35 er annsi mögnuð í leiknum Hver er maðurinn?, hefur unnið þrisvar samanlagt.

Það styttist óðum í jól og próf og get ég ekki annað sagt að það hafi verið nokkuð jólalegt um að litast í höfuðborginni undanfarna daga. Allt fór á kaf í snjó á sunnudag, það mikið að ég fór út á tjörn og bjó til snjókarl sem var stærri en ég, og hefur snjórinn haldist alveg síðan. Erfitt hefur því verið að fóta sig þar sem það frystir og hlýnar til skiptist og eru allar gönguleiðir ísilagðar svona ósléttri hálku.

Nú er einungis ein vika eftir af þessari önn sem hefur bókstaflega flogið frá. Ég verð svo komin í jólafrí þann 19. des og þá er nú stutt í að Bretarnir komi heim að halda jól og hlakka ég afar mikið til þess.
Ég ætti eiginlega að vera að skrifa ritgerð sem ég á að skila nákvæmlega eftir viku og ekkert gengur né rekur með. Ég er meira að segja á bókhlöðunni, en hvar er betra að blogga en þar? Vonandi bara að andinn fari að koma yfir mig. Hann er búinn að láta bíða lengi eftir sér sem ekki er vel.
Jæjajæja, kannski maður snattist niður og kaupi kaffi
Verið þið sæl að sinni

Thursday, November 02, 2006

4. Lota

Það virðist ekkert lát vera á vinsældum leiksins Hver er maðurinn. Helga bað mig um meira í gær og sigga moster/mutta bað einnig um nýja lotu. Við ætlum þvi að verða við óskum þeirra. Við skuldum Auði enn verðlaun en lofum nú í annað sinn að þau berist fljótlega.
Kristín Þórðar vann síðustu lotu, þegar við ætluðum að vera lúmsk.
Endilega verið dugleg að taka þátt, minnum á að það eru verðlaun.
Svo að lokum, HVER ER MAÐURINN?