Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, April 01, 2008

Hallóhalló

Jæja nú þurfa þeir sem enn líta hér inn ekki að lesa meiri áróður í bili.
Nú er ég nýorðin ein í kotinu aftur eftir að hafa haft einn og hálfan útlending í heimsókn hjá mér í nokkra daga. Heili útlendingurinn var Chris (kærastinn hennar Gússu syss) en þessi hálfi var Ágústa (það má segja að hún hafi verið hálfur þar sem hún talað útlensku nær allan tímann). Það var frábært að hafa þau og er ég ekki frá því að það sé hálftómlegt í kotinu eftir að þau fóru.

Annars hefur ekki mikið á daga mína drifið. Ég skellti mér til Brussel í byrjun síðasta mánaðar í námsferð þar sem við fengum að heimsækja NATO og sendiráðið og fleira. Þetta var ofsa skemmtilegt og gleymdum við ekki að skemmta okkur á hverju kvöldi eftir heimsóknir dagsins.

Ég, Tóta, Matti og Gústa skelltum okkur einn sunnudaginn á skíði í Bláfjöllum um daginn. Ég var mjög stollt yfir því að detta ekkert (mjög langt síðan ég fór á skíði síðast), þar til í næstsíðustu ferðinni. Það má eiginlega segja að systur mínar hafi hrint mér án snertingar. Þær brunuðu framhjá mér í röð. Ágústa á eftir Tótu og Ágústa fór svo hratt að hún skíðaði aftan á Tótu og datt næstum því. Þar sem þetta var óborganlega fyndið gleymdi ég að ég var á skíðum og rúllaði nokkra hringi og endaði í skafli, en var þó ekki meint af. Það var þó eftirminnilegast þegar Ágústa fór ein í fjögurramanna stólalyftu (eftir að hafa nýlega talað um hræðslu sína við þessa lyftu) og við þrjú á eftir. Ágústa fór óvart á undan, ætlaði að færa sig frá lyftunni en svo kom hún og skúbbaði henni upp þannig að ágú lenti kylliflöt í lyftunni og fór alla leið upp ein. Við fylgdum henni í lyftunni á eftir og hughreystum hana með hlátursköllum alla leiðina upp. (Þetta var kannski svona you had to be there moment). Hér að neðan má sjá mynd af Ágú einni í lyftunni.Svo eru páskarnir nýbúnir, vorum við öll á bakkanum yfir hátíðarnar. Ég fékk málsháttinn, mjór er mikils vísir, sem ágústa færði svo yfir á ensku, skinny people know alot. :)

Nú er hins vegar kominn tími mikillar lesningar og ritgerðarsmíða (sem er kannski helsta ástæðan fyrir þessu bloggi nú).
Til hamingju með afmælið mamma.
Ég kveð því að sinni
Hildur á bókhlöðunni:)