Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, March 11, 2004

Allt tilbúið

Jæja nú er þetta allt komið, gestabók, kommentakerfi og alles. Samt nokkrir hnökrar eins og t.d það að gestabókin heitir gestabók Guðmundur, það er bara skondið. En ég ætla þakka systkinunum frá Tungötu 35 fyrir góðar móttökur.
Ég var nær dauða en lífi í skólanum í dag af einskærri heimsku. Í dag var nefninlega gangaslagur. Gangaslagurinn er aldargömul hefð sem snýst um það að 6. bekkingar eiga að reyna hringja bjöllunni en hinir nemendurnir reyna að sporna gegn því að bjöllunni verði hringt. Þessi átök eru ekki fyrir lítið fólk eins og mig. Ég lenti í miðri þvögunni og stóð því allar frímínúturnar með olnboga í hálsinum og axlir í augunum. Ekki gott það. Í hita leiksins koms svo risafótur og sparkaði af mér gleraugunum með þeim afleiðingum að þau beygluðust öll og skekktust. Þá forðaði ég mér með miklum erfiðleikum. Næst mun ég halda mér utandyra.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home