Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, December 18, 2008

18. Desember 2008



Nú er komið að síðasta blogginu mínu héðan frá Leuven í bili. Ef ég þekki mig rétt mun ég þó vera afar dugleg að blogga í prófunum eftir jól.

Ég ákvað síðasta mánudag að ég væri komin í jólafrí og hef því ekki litið í bók alla vikuna, bara verið leika mér og súpa ýmisst kaffi eða eitthvað sterkara með vinum mínum. Á mánudaginn var fór ég þó í lokapróf í flæmsku, munnlegt um morguninn og skriflegt um kvöldið, kemur í ljós á morgun hvernig fór.

Síðustu vikur er ég búin að þræða ansi marga jólamarkaði og bragða ansi margar tegundir af glujwijni eins og þeir kalla það hér, ansi hreint jóló þó ekki sé snjónum fyrir að fara.

Fór til Köln síðustu helgi í smá heimsókn, mjög jóló og ótrúlega mikið af fólki allsstaðar.

Á morgun er ég svo að fara að skauta í skautahöllinni og svo ætlum við að elda saman og fara svo út í síðasta skiptið.

Á laugardaginn fer ég svo til Leiden til Ástu, gisti hjá henni eina nótt og svo verðum við samfó til Íslands.

Hlakka ótrúlega mikið til að sjá ykkur öll.

Jólakveðja

-Hildur-

Tuesday, December 09, 2008

Jæja nú fer þessi dvöl mín hér senn á enda á bara eftir tæpar tvær vikur. Ennþá togast í mér bæði tilhlökkun og eftirsjá. Tilhlökkunin er þó orðin gífurlega mikil að koma heim og hitta alla og eiga quality time með öllum. Hlakka enstaklega til að fá góðan mat. Annars á ég eftir að gera alveg heilan helling. Ég á að halda fyrirlestur á fimmtudaginn, á eftir að skrifa eina analíseringu á european foreign policy og eina skýrslu um stöðuna í Kosovo.
Ég fékk prófatöfluna mína í gær og varð gífurlega stressuð, þurfti að fara í tvö próf 19 jan og svo síðasta 30. jan. Ég byrjaði næstum að naga neglurnar aftur. En ég fór í dag og breytti því. Ég talaði við ombudspersónuna mína og hún breytti því þannig að ég fer bara í eitt 19. jan og annað 22.jan. Ég bað hana líka um að flýta þessu 30.jan af því að ég þarf að koma heim fyrr þar sem önnin min byrjar 12.jan og síðasti prófadagur er 30. jan. Hún sagðist nú ekkert geta gert í því þar sem ég hafði vitað þetta allan tímann. Ég spilaði því fram sympathy cardinu og sagði að ég hafði ekki vitað það þar sem ég þyrfti að koma heim vegna efnahagskreppunnar. Hún vorkenndi mér voða voða mikið og talaði við prófessorinn og ég og prófessorinn ætlum að aransera þessu þannig að ég fæ að taka munlegt próf fyrr.
Síðustu helgi var ég í jólaglöggi sem smakkaðist ótrúlega vel. Svona jólaglögg er þó stórhættulegt, soðið rauðvín með rommi kostar daginn eftir rúmliggjandi með dúndrandi höfuðverk. En þetta var rosa skemmtilegt kvöld fyrir því.
Næstu helgi er svo international christmas party og á laugardaginn ætla ég að fara til Köln á jólamarkað (held ég láti jólaglöggið vera í það skipti).
Því þarf ég að fara að koma mér að verki núna.
Sjáumst eftir tæpar tvær vikur
Yfir og Út
Hildur

Saturday, November 29, 2008

29 Nóvember

Ég var að koma af flugvellinum. Fylgdi Þórhildi þangað en nú er dvölin hennar hér í Belgíu búin. Ég fór til Brussel í gærkvöldi og við fórum niður í bæ í síðasta sinn. Við vorum svo heppnar að við lentum akkurat í kveikja-á-jólatré-athöfn á grote markt. Þeir voru að kveikja á ofsa fallegu jólatré og hafa örugglega fengið skreytingarstílin hjá Siggu moster, svona blátt og silfrað. Svo var rosa ljósashow og jólabásar þar sem boðið var upp á jólaglögg. Það sem mér fannst svo fyndnast var að þeir voru búnir að setja upp fjárhús með jötu á miðju torginu og þar höfðu þeir sett alvöru kindur.
Ég kom svo heim í dag og er komin í mjög mikið jólaskap. Ákvað að njóta þess að vera í fyrsta sinn ekki í prófum í desember og fór í göngutúr um miðbæ Leuven áðan. Nennti þó ekki að standa í innkaupum né búðarrápi þannig að ég rölti um með ljómandi góðan kaffibolla og skoðaði jólaskreytingarnar í gluggunum.
Það er nefninlega svoldið merkilegt að ég er búin að vera hér í næstum heila önn en bara einu sinni verið heima alla helgina. Það gerist líklega ekki aftur því ég er búin að plana ferðalög báðar helgarnar sem ég á eftir.
Ég er farin að hlakka rosa mikið til að koma heim um jólin en einnig með mikilli eftirsjá. Vil ekki að tíminn minn hér sé að verða búinn. Ég hef nefninlega ákveðið að vera á Íslandi næstu önn (er fórnarlamb kreppunnar). Ég kem þó aftur hingað í janúar til þess að taka próf.
Hafið þið það gott
p.s. ef ykkur vantar eitthvað frá útlandinu sem ekki er hægt að fá á Íslandi vegna innflutningstakmarkana, þá bara látið þið heyra í ykkur:)

Friday, November 21, 2008

Loksins tími til að blogga.
Í gær var hurðin löguð þannig að nú þarf ég alltaf að taka upp lykil til að komast inn. Það er svosem ágætt, smá öryggi sem felst í því að geta læst húsinu. Í millitíðinni var þó öðru hjóli stolið en ekki er vitað um fleira sem var fengið að láni. Nú veit ég þó að Leuven er ansi örugg borg:)
Síðustu helgi fórum ég og Þórhildur í heimsókn til Ástu í Leiden. Leiden er mjög skemmtilegur staður og íbúðin hennar Ástu alveg einstaklega kósý. Ég og Þórhildur gerðum ferðina til Leiden að ævintýri með því að gera smá gloríur á leiðinni. Við fórum út á vitlausri lestarstöð í Antwerpen svo að við misstum af lestinni til Leiden. Það nýttum við okkur til að hafa matarstopp í Antwerpen á meðan við biðum eftir næstu lest. Þegar hún loks kom eftir fjörtíu mínúta seinkun stukkum við inn í hana án þess að athuga neitt frekar hvort hún stoppaði í Leiden. Raunin var sú að hún gerði það ekki. Við komum því við á Schiphol til þess að taka út jólaskreytingarnar þar. Þetta gekk þó allt saman upp á endanum og tókst okkur að koma okkur til Leiden. Helginni eyddum við svo í rólegheitum, fórum í marga drykki hér og þar og skoðuðum okkur um. Þórhildur og Ásta voru svo ansi myndalegar og dunduðu sér við hannyrðir yfir skemmtilegu spjalli heima hjá Ástu.
Í gær fór ég á Cantus sem er einstaklega skemmtilegur viðburður og ég held að sé eitthvað sem ég gæti hugsað mér að innleiða á Íslandi. Þar situr fólk saman við borð og á einu háborði situr Cantusstjórinn. Allir fá textabækur með ýmsum textum til að syngja. Í gær var international cantus og lögin voru allt frá gaudeamus til mama mia. Cantusstjórinn segir hvað skal syngja og inn á milli stendur hann upp og skálar og allir þurfa að drekka, yfirleitt til botns. Svo segir hann stundum að einhverjir þurfi að standa upp á stól eða borði. Alls kyns skemmtilegir leikir og reglur sem hann setur á meðan á cantusnum stendur. Í gær áttu t.d. öll þjóðerni að syngja þjóðsöng sinn. Ég var eini íslendingurinn og söng því þjóðsöngin ein upp á stól.


Á morgun er ég svo að fara til Brussel til Þórhildar og erum við að hugsa um að fara til Bruge á sunnudaginn. Þórhildur er svo búin að bjóða mér að koma í heimsókn í þingið og ætla ég að fara með henni í vinnuna á mánudagsmorguninn.

Það var ekki fleira að sinni
Kveðja til kreppulands
Hildur

Thursday, November 13, 2008

Að vakna upp við vondan draum

Herbergið mitt er á jarðhæð. Þegar gengið er inn um útidyrnar kemur þú inn í gang þar sem sambýlendur mínir geyma hjólin sín. Útfrá þessum gangi er hægt að ganga inn í eldhúsið og herbergið mitt og svo uppá næstu hæð.
Aðfaranótt þriðjudagsins dreymdi mig frekar illa, mig dreymdi allskonar ljótt og vont fólk. Mig dreymdi líka að það væri verið að brjótast inn og einhver hefði komið inn í herbergið mitt en farið þaðan út aftur. Þessi atburður var svo raunverulegur að ég vaknaði upp með andfælum. Mér tókst þó fljótt að sofna aftur og svaf hálfilla það sem eftir lifði nóttu.
Á þriðjudagskvöldið hitti ég svo eina stelpuna sem býr með mér og hún spyr mig hvort ég hafi séð hjólið hennar. Hún hafi skilið það eftir á ganginum fyrir helgina og það hafi ekki verið þar þegar hún kom til baka á þriðjudaginn. Ég fékk svoldin hroll en ekki hafði ég séð hjólið.
Strákarnir sem voru heima um helgina sögðu okkur svo að á laugardagsmorguninn hafi hurðin verið opin upp á gátt en hjólið enn á sínum stað.
Í dag ákvað ég því að athuga með þessa hurð og viti menn hún læsist ekki! Hún er bara alltaf ólæst.
Staðan er því sú að hver sem er getur gengið inn af götunni og vafrað um húsið. Ég vona samt að ég hafi bara fengið martröð aðfaranótt þriðjudags en ekki séð menn inni í herberginu mínu í alvöru.
Hér eftir ætla ég þó að sofa með læsta hurð en það hef ég ekki gert hingað til.

Síðasta helgi í Frakklandi var alveg stórmögnuð, ofsa gaman allan tímann og gríðarlegt fjör og skemmtilegheit. Ég stoppa svo stutt í Belgíu að þessu sinni eða í tæpa viku því ég er að fara til Leiden í Hollandi á morgun með Þórhildi að heimsækja Ástu Björk og hlakka mikið til.
Lifið í landi en ekki í hlandi
Hildur

Sunday, November 02, 2008

2. nóvember 2008

Var að koma frá Brussel. Fór þangað í gær að heimsækja Þórhildi og hitta Ólöfu. Rosa gaman að hitta þær báðar tvær.



Alveg finnst mér ótrúlegt að það sé kominn nóvember, er farin að halda að tíminn líði hraðar í Belgíu heldur en á Íslandi.

Ég fór í Halloween party á föstudaginn. Ofsa gaman, fólk í allskyns búningum eða málað í framan. Ég gerði mig til með Nötshu vinkonu minni, hún lánaði mér eitt blúndustykki á hausinn og við máluðum okkur svartar um augun. (íslenski fáninn í bakgrunn er í hennar herbergi)

Síðasta miðvikudag fór ég svo á þjóðlagaball. Þar fór fram danskennsla áður en ballið hófst og mynnti hún mig mikið á gamla daga í mr. En það var rosa gaman að rifja upp skottísinn og læra nýja dansa. Eftir það fórum við svo og skemmtum okkur á hefðbundnari hátt:)
Í brussel keypti ég mér svo miða til Frakklands. Er að fara til Lyon næsta föstudag og verð fram á mánudag. Hlakka rosa mikið til. Er að fara hitta Bigga og fleiri krakka frá Íslandi. Verð því að vera dugleg að læra í þessari viku (og flestar aðrar) þar sem ég er alltaf á faraldsfæti um helgar.



Annars er ég að fara í partý í kvöld svo að ég þarf að fara að drífa mig að gera eitthvað að viti.

Þangað til næst
Lifið vel og lengi en ekki í fatahengi.

Tuesday, October 28, 2008

TATA!


Sko, myndavélin mín komin á leiðarenda.


Ég fór á pósthúsið í gær og sótti hana og gladdist ótrúlega mikið þegar ég opnaði pakkann og upp úr honum valt allskyns íslenskt gógæti. (takk fyrir það ma og pa).

Annars er lítið að frétta héðan. Ég skrapp til Amsterdam á laugardaginn var með Franzisku vinkonu minni og vorum við þar fram á sunnudag. Við löbbuðum og löbbuðum um alla Amsterdam og skoðuðum borgina. Við gistum svo á youth hosteli um nóttina sem var mjög fínt. Sunnudagurinn átti svo líka að fara í rölt og túristaleik en þar sem við fengum ekta íslenskt veður (rok og rigningu) ákváðum við bara að taka lestina í fyrra fallinu.

Annars er veturinn að ganga í garð hér, hitinn hefur lækkað undanfarna daga og nú líða færri dagar á milli rigningadaga. Hitinn er komin niður í 10 gráður og fer jafnvel niðurfyrir það.

Í samræmi við það (og auðvitað sólarganginn) erum við komin á vetrartíma hér og því er ég bara einum tíma á undan ykkur.

Annars gegnur lífið sinn vanagang hér, skóli á hverjum degi og nóg að læra.

Þangað til næst, hafið það gott og passið ykkur á myrkrinu

(ætla að fara að gæða mér á freyju lakkrísdraum)