Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, October 25, 2004

Fín helgi að baki. Fór í stórskemmtilega afmælisveislu til Helgu og sitthvað fleira.

Enn á ný hafa orðið leigjendaskipti á Kárastígnum. Vegna málæðis Nóa, var hann vinsamlegast beðinn um að flytja. Í stað hans flutti Milo inn. Milo er stórskemtilegur, frekar þögull persónuleiki og vill alltaf vera að kúra.

Annars er bara allt gott að frétta.
Var að komast af því að það er mánudagur enn ekki þriðjudagur og varð fyrir miklum vonbrigðum þar sem ég hafði verið að bíða eftir Amy. Einstaklega leiðinlegt

Tuesday, October 19, 2004

En sú armæða

Helvítis rok, maður getur varla staðið uppréttur utandyra. Það er líka rok inni í stofu vegna gluggaskorts.
Ég barðist við þetta veðrahelvíti í morgun og gekk í skólann. Þegar svo í skólann var komið var fyrsti tími útileikfimi og ég send út að hlaupa um þingholtin. Á dauða mínum átti ég von.
Nú er þetta blessaða haustfrí búið og tók ég því bara rólega allt fríið. Kláraði m.a. Njálu, loksins. Þessi önn er því rétt rúmlega hálfnuð.
Nýi fjölskyldumeðlimurinn sem ber nafnið Nói hefur tekið upp á því að garga í tíma og ótíma okkur hinum til mikillar armæðu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Nói nýi leigjandinn á þurklofti voru og er einnig þekktur undir nafninu Tómas Lemarquis.
Lopahúfumaðurinn lætur ekki sjá sig í veðri sem þessu, enda ekki nema von.

Friday, October 15, 2004

Þá er komið að því að segja frá gærkveldinu. Þessi árshátíð var sú slappasta hingað til. Maturinn var fínn og Ómari Ragnarssyni sem var veislustjóri tókst alveg ágætlega að vera fyndinn og halda öllum glöðum.
Að matnum loknum hélt ég svo í fyrirpartý sem var frábært, mjög skemmtilegt og stóðst vel undir væntingum. Eftir það var svo haldið aftur niður á hótel sögu og þá hefjast vonbrigðin.
Til að byrja með þurfti ég að standa óendanlega lengi í óendanlega langri röð í óendanlegri kremju. Röðin var alltaf látin vera að bakka eitthvað sem olli því að ég var troðin undir og ég er alveg viss um að ég sé ristarbrotin. Þegar maður svo komst inn skánaði nú allt en þá var bara rúmur klukkutími eftir af ballinu. Ballið var svosem ágætt nema það, að það komast einfaldlega ekki svona margir þarna inn og áfram hélt troðningurinn og allar tær mér eru nú brotnar einnig.
Eftir ballið hélt ég svo í eftirpartý sem ekki byrjaði nógu vel. Vegna leiðindaratviks sem átti sér stað var þetta ekki partý. Meira svona sammenkomst og engin tónlist. Salurinn fylltist fyrst af fólki sem svo smám saman byrjaði að týnast út áður en partýið byrjaði nokkurn tíma. Ég ákvað þá bara að fara heim og halla mér og ekki veit ég enn í dag hvort partýið hafi nokkurn tíma byrjað.
Þegar allt kemur til alls var þetta svosem alveg ágætisfest en stóðst samt ekki væntingar.
Í dag er ég samt í fríi og líka á mánudaginn og mun ég halda austur fyrir fjall hvað úr hverju.
Sæl að sinni.

Thursday, October 14, 2004

Raus

jæja, ætli að það sé ekki komin raustími.
Í dag er árshátíðardagur, til hamingju með það. Skemmtunin mun hefjast klukkann 17, svona eins og barnaafmæli, með mat á hótel sögu. Eftir matinn halda svo allir í fyrirpartý og þaðan á ball. Þetta er svolítið skrýtið ball þar sem það byrjar klukkan níu og stendur einungis til eitt. Allir hér á höfuðborgarsvæðinu eru svo kvöldsvæfir að ekki er hægt að hafa ballið lengra. Því munu allir skunda í eftirparty eftir ball og skemmta sér þar fram undir morgun.
Ég er í skóla mér núna og á víst að vera að skrifa fyrirlestur um illmenni í Njálu, en þar sem ég hef ekki lesið Njálu ennþá verður það að bíða betri tíma.

Thursday, October 07, 2004

Ótrúlegt hvað þessi vika var fljót að líða, strax aftur föstudagur á morgun.
Það er líka bara mjög fínt.
Síðustu helgi eyddi ég allri á skógum með fullt af fólki og skemmti mér bara mjög vel þar.
Í dag fór ég svo í Njáluferð. Það var bara sérdeilis fínt að sleppa við skólann og fara í smá ferðalag í stað þess. Veðrið lék við okkur og þetta varð hin ágætasta reisa. Leitt samt að vera ekki búin að lesa Njálu, (eitthvað sem ég verð að bæta úr um helgina).
Ég er því búin að fara fjórum sinnum í síðustu viku í sjoppuna Hlíðarenda,staður þar sem maður kemur ekki svo oft á með svo stuttu millibili. Fín sjoppa samt.
Í næstu viku er svo vetrarfríið mitt og mun ég halda upp á það með árshátíð og fleiri skemmtilegum uppákomum.
Annars er ég bara farin að hlakka skuggalega mikið til að fá sér herbergi sem verður væntanlega í byrjun Nóvember.