Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, October 19, 2004

En sú armæða

Helvítis rok, maður getur varla staðið uppréttur utandyra. Það er líka rok inni í stofu vegna gluggaskorts.
Ég barðist við þetta veðrahelvíti í morgun og gekk í skólann. Þegar svo í skólann var komið var fyrsti tími útileikfimi og ég send út að hlaupa um þingholtin. Á dauða mínum átti ég von.
Nú er þetta blessaða haustfrí búið og tók ég því bara rólega allt fríið. Kláraði m.a. Njálu, loksins. Þessi önn er því rétt rúmlega hálfnuð.
Nýi fjölskyldumeðlimurinn sem ber nafnið Nói hefur tekið upp á því að garga í tíma og ótíma okkur hinum til mikillar armæðu. Fyrir þá sem ekki vita þá er Nói nýi leigjandinn á þurklofti voru og er einnig þekktur undir nafninu Tómas Lemarquis.
Lopahúfumaðurinn lætur ekki sjá sig í veðri sem þessu, enda ekki nema von.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home