Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, September 21, 2004

Vetur

Nú er sko komin vetur, það er brjálað rok úti og gífurlega kalt.
Þegar maður er farin að vakna upp með brjálað kvef og skítkalt á hverjum morgni hugsandi um það hversu gott væri að vera ellilífeyrisþegi þá er komin vetur.
Ég ákvað meira að segja að vera góð við mig og taka mér frí í útileikfimi í morgun vegna kvefs og hálsbólgu.
Nú hafa heimilisplön breyst eina ferðina enn. Tóta og Matti flytja ekki út fyrr en í nóvember þannig að við sitjum uppi með þau þangað til, gústa litla kemur svo heim fljótlega eftir það svo að við verðum lítið sem ekkert tvö hér.
Annars er bara allt gott að frétta og ég hef voða lítið að segja. Bara að blogga svo að ekki verði hægt að saka mig um bloggleti. Verður kannski e-ð merkilegra næst.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home