Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, August 24, 2004

Líður að jólum:)

Mér brá heldur betur, er ég skömmustulegur læddist yfir Hraunsá og gætti þess að enginn sæi mig og sá þá glytta í jólaseríur og aðventuljós í nokkrum gluggum!!
Þetta er hin mesta hneysa.
Einnig tók ég eftir í síðustu viku að Gvendur á Sandi er komin á nýjan bíl og var þar um að ræða gráa Hondu CR-V en ekki þurfti ég að ana yfir Hraunsá til þess að komast að því.
Margt gerðist markvert um síðustu helgi t.a.m. singstar afmælispartý hjá Tótu á Kárastíg 1 þar sem hálffimmtugsafmæli Tótu var fagnað. Mikil var mannmergðin í því samsæti og þó var feyknargaman.
Eftir sþamsætið skunduðu Eyrbekkingar niður á Austurvöll þar sem í annað samsæti var komið. Þar höfðu bakkamenn sett saman þríhyrning bekkja og ræddu þar um heima og geima.
Þar fyrir utan hefur fátt markvert skeð annað en það að nú er skólinn byrjaður og það er aftur orðið kalt á Kárastígnum.
Kv. mundi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home