Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, August 17, 2004

Komin aftur

Ég ákvað að blogga smá eftir að hafa verið sökuð um bloggleti á síðu Eiríks.
Ég er nú löngu komin heim og lífið farið að ganga sinn vanagang aftur.
Tók því bara rólega fyrstu dagana og skellti mér svo á þjóðhátíð og ekki var það nú leiðinlegt. Gerði svo máttleysislega tilraun til þess að koma efnahagnum í lag með vinnu í Alpan í nokkra daga en sá fljótlega að það var ekki að virka og er nú komin í sumarfrí.

Annars er ekkert nýtt í fréttum, menningarnótt framundan þar sem Egó mun stíga á stokk.
Umrætt kveld fer ég líka í eina afmælisveislu á ekki lakari stað en Kárastíg. Verður eflaust allt saman mjög gaman.

Skólinn byrijar svo aftur á mánudaginn, það hefur svosem sína kosti og galla.

Veit ekki hvort að það líði jafn langt fram að næstu færslu en vona ekki.
Kannski Mundi verði aðeins duglegri við þetta.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home