Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, September 13, 2004

Mánudagar :(

Andskotinn,afhverju þurfa mánudagar að vera á almanakinu.
Mánudagar eru bara ömurlegir dagar. Maður er alltaf þreyttur, oftar en ekki ólærður og langt í frí. Hægt væri að gera mánudaga skárri með betri stundatöflu en nei það var ekki gert, ég er í ömurlegum tímum og langur skóladagur. Við þennan mánudag bætist svo við að ég þarf og ætti að vera að læra undir stærðfræðipróf.
Það er næstum því alltaf kalt eða rigning á mánudögum. Mánudagar eru svo tilgangslausir og ömurlegir að lengi vel kom morgunblaðið ekki einu sinni út á mánudögum.
Ef einhver getur komið með eitthvað jákvætt við mánudaga, og reynt að sjá einhvern ljósan blett við þá, þá endilega deildu því með mér!

Síðasta fimmtudag fór ég á busaball og hélt partý fyrir það sem var bæði fjölmennt og góðmennt. Um helgina skellti ég mér svo austur fyrir fjall og sótti tvö stórskemmtileg böll. Einhvers staða á öllu þessu flakki varð ég viðskila við rödd mína og bið ég finnanda vinsamlegast um að skila henni, gæti jafnvel fengið fundarlaun.

Ég held að hann sé brjálaður þessi lopahúfumaður. Hann er hættur að spígspora fyrir utan gluggana og farinn að vera með ógnarlæti. Hann er byrjaður að rífa ofan af okkur þakið og ég held að hann ætli sér einnig að taka alla glugga úr kofanum.
En þetta blessast allt því í staðinn fáum við svona timbursvalir allt í kringum kofann.
En nú ætla ég að fara að huga að stærðfræði
Og láta mig hlakka til þriðjudagsins :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home