Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, September 05, 2004

Þá er komið að breytingum. Í allt sumar höfum við mundi klórað okkur í hausnum og hugsað um hvernig í ósköpunum okkur ætti að takast það að hýrast saman í einu herbergi í allan vetur. Við komumst þó að því að þetta ætti að vera hægt og búin að skipuleggja allt voðalega vel. En nú koma fréttirnar, þetta var tilgangslaust. Svo vill nefninlega til að það ætla bara allir að yfirgefa okkur. Þannig er mál með vexti að eins og flestir líklega vita þá hafa Tóta og Matti fjárfest í íbúð í grafarholtinu og munu þau flytjast þangað í byrjun oktober. Þórhildur hefur svo ákveðið að fara til Berlinar og Ágústa mun dveljast langdvölum í borgarfirðinum.
Í vetur munum ég og mundi semsagt vera meira og minna tvö í þessari villu hér í miðbænum bæði með sérherbergi og eitt svona næstum auka.
Þetta aukaherbergi, (svona meðan Ágú gengur um fjöll í borgarfirðinum)hefðum við hugsað okkur að gera að bókaherbergi þar sem einnig má geyma strauborð og saumavél og kannski lítið sjónvarpshol einnig. En án efa á eftir að verða einmannalegt hér.
Planið er samt að endurvekja Holtsgötufílingin.
En annars er voða lítið að frétta, helgin var róleg með eindæmum bara heima að horfa á ofurlélega dagskrá rúv og skjás eins.

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 10:44 AM, Anonymous Anonymous said…

    Free [url=http://www.greatinvoice.com]create an invoice[/url] software, inventory software and billing software to conceive masterly invoices in minute while tracking your customers.

     

Post a Comment

<< Home