Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, September 15, 2004

Bjartir tímar

Nú eru bjartir tímar framundan. Ég og mundi erum komin með vinnu, ótrúlegt. Við fengum vinnu við að hringja út og selja hjá Og Vodafone. Við prófuðum í gær, og gekk bara stórvel. Kannski var velgengni mín undir því komin að ég gerði ekki neitt.Ég sat á launum og horfði og hlustaði á fólk tala í síman. Fæ samt kannski að hringja næst. Þetta mun líklega binda enda á kreppu sem átt hefur sér stað í lífi mínu svo lengi sem ég man.
Annars er dagurinn í dag merkisdagur. Í dag hætti Davíð Oddson að vera forsetisráðherra okkar og í stað hans kemur hann Halldór. Ágætisskipti að ég held.
Davíð hefur staðið sig með afburðum vel og gert ófáa hluti fyrir land vort og þjóð. Halldór mun svo eflaust leggja sitt að mörkum til þess að gera enn betur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home