Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, October 15, 2004

Þá er komið að því að segja frá gærkveldinu. Þessi árshátíð var sú slappasta hingað til. Maturinn var fínn og Ómari Ragnarssyni sem var veislustjóri tókst alveg ágætlega að vera fyndinn og halda öllum glöðum.
Að matnum loknum hélt ég svo í fyrirpartý sem var frábært, mjög skemmtilegt og stóðst vel undir væntingum. Eftir það var svo haldið aftur niður á hótel sögu og þá hefjast vonbrigðin.
Til að byrja með þurfti ég að standa óendanlega lengi í óendanlega langri röð í óendanlegri kremju. Röðin var alltaf látin vera að bakka eitthvað sem olli því að ég var troðin undir og ég er alveg viss um að ég sé ristarbrotin. Þegar maður svo komst inn skánaði nú allt en þá var bara rúmur klukkutími eftir af ballinu. Ballið var svosem ágætt nema það, að það komast einfaldlega ekki svona margir þarna inn og áfram hélt troðningurinn og allar tær mér eru nú brotnar einnig.
Eftir ballið hélt ég svo í eftirpartý sem ekki byrjaði nógu vel. Vegna leiðindaratviks sem átti sér stað var þetta ekki partý. Meira svona sammenkomst og engin tónlist. Salurinn fylltist fyrst af fólki sem svo smám saman byrjaði að týnast út áður en partýið byrjaði nokkurn tíma. Ég ákvað þá bara að fara heim og halla mér og ekki veit ég enn í dag hvort partýið hafi nokkurn tíma byrjað.
Þegar allt kemur til alls var þetta svosem alveg ágætisfest en stóðst samt ekki væntingar.
Í dag er ég samt í fríi og líka á mánudaginn og mun ég halda austur fyrir fjall hvað úr hverju.
Sæl að sinni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home