Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, September 28, 2004

Lasin

Ég er pínu lasin núna, eða laaazin eins og gústa myndi segja það. Ég er búina að vera heima í dag og í gær, leiðinlegt. Ég held að þetta sé vegna þess að það er alltaf frekar kalt í hýbílum mínum. Það hafa nefninlega verið settar reglur um að ekki megi byrja að kynda fyrr en 15. oktober. Mikið hlakka ég til.
Annars er voða lítið búið að gerast.
Síðasta föstudag fór ég út að borða með fjölskyldunni. Frábær matur og allt mjög fínt, fór svo aðeins á Kaffibarinn með frænkum mínum og félögum, alveg ágætt.
Næstu helgi ætla ég svo að bregða mér svoldið langt austur. Ég ætla að fara alla leið á Skóga á kaffi norden. Þetta er svona e.k. hittingur hjá fólki í norrænafélaginu og munu fullt af útlendingum vera viðstaddir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home