Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, September 29, 2004

Nú er illt í efni

Ekkert hefur hlýnað á Kárastígnum og allt lítur út fyrir að það muni kólna.
Er við komum heim úr þeim lærða, stóð lopahúfumaðurinn á tröppunum og spurði góðlátlega hvort hann fengi að kíkja í risið. Er hann kom upp fór hann rakleiðis inn á bað. Okkur datt helst í hug að manninum hafi orðið brátt í brók en það mun hafa verið misskilningur. Hann fór þegar að kynna fyrir okkur áætlun sína. Áætlun hans var sú að gera baðherbergi vort ónothæft næstu daga. Hann ætlar að stækka gluggaopið svo að hægt verði að taka loftmyndir beint inn á bað hjá okkur. Við fórum í það að tæma baðherbergi vort, og nú mun eigi vera hægt að borða kvöldmat á heimili þessu þar sem ekki sést í borðplötuna á matarverðarborðinu fyrir snyrtivörum.
En víkjum nú að öðru, Hildur hefur náð heilsu og LIVERPOOL TAPAÐI Í GÆR!!
Svo er gott að geta þess að United vann í gær og Rooney með þrennu.
kv. Mundi

0 Comments:

Post a Comment

<< Home