Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, October 07, 2004

Ótrúlegt hvað þessi vika var fljót að líða, strax aftur föstudagur á morgun.
Það er líka bara mjög fínt.
Síðustu helgi eyddi ég allri á skógum með fullt af fólki og skemmti mér bara mjög vel þar.
Í dag fór ég svo í Njáluferð. Það var bara sérdeilis fínt að sleppa við skólann og fara í smá ferðalag í stað þess. Veðrið lék við okkur og þetta varð hin ágætasta reisa. Leitt samt að vera ekki búin að lesa Njálu, (eitthvað sem ég verð að bæta úr um helgina).
Ég er því búin að fara fjórum sinnum í síðustu viku í sjoppuna Hlíðarenda,staður þar sem maður kemur ekki svo oft á með svo stuttu millibili. Fín sjoppa samt.
Í næstu viku er svo vetrarfríið mitt og mun ég halda upp á það með árshátíð og fleiri skemmtilegum uppákomum.
Annars er ég bara farin að hlakka skuggalega mikið til að fá sér herbergi sem verður væntanlega í byrjun Nóvember.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home