Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, September 28, 2006

Önnur lota

Afsakið hlé, það er tæp vika frá því að við blogguðum síðast. Við neyðumst reyndar eiginlega til þess að gera það núna. Vorum nefninlega að þrífa kofann og mundi skúraði okkur inn í herbergi. Tölvan var því eina afþreyingin og tilvalið að blogga.
Allt gegnur að óskum, mundi er rétt að klára stóru líffræðiritgerðina sína um keilur og stafi.
Við ákváðum að starta annarri lotu af hver er maðurinn. Við spyrjum því í annað sinn HVER ER MAÐURINN?

Friday, September 22, 2006

Þrír dagar

Hvern hefur ekki dreymt um að eiga þriggja daga helgi?
Mig hefur allavega dreymt um það í langan tíma og nú er raunin sú að ég hef þriggja daga helgi. Föstudagur er nú orðin svona eins og for-laugardagur.
Þetta er ekki eins gott og það hljómar. Ég er alveg í vandræðum með þetta. Sá fyrir mér að ég yrði bara dugleg að lesa á föstudagsmorgnum en það er bara svoldið snúið. Sjálfsstjórnin er af skornum skammti og því sef ég ávallt til hádegis ef tækifæri gefst til. Ég les svo í u.þ.b. klukkara en þá kemur mundi heim úr skólanum og þá er sko komin föstudagur og maður lærir ekki á föstudögum, allavega ekki föstudagseftirmiðdögum. Samviska mín fær því ótal bit það sem eftir lifir dags því einhvernvegin virðist það virka þannig að þegar maður hefur farið í skólann um daginn þarf maður ekki að vera jafn duglegur og þegar maður hefur bara sofið. Skrýtið.

En að öðru. Sjónvarpsstöðvarnar fjölmörgu sem við fengum um daginn hafa þann skrýtna eiginleika að liturinn dettur út og sjónvarpið verður svona svart-hvítt með grænni slikju, sérstaklega þegar eitthvað skemmtilegt er á dagskrá. Þetta er mikið pirrandi en við tökum þessu eins og öðru með stóískri ró. Hef t.d. ekki séð Boga í lit í langan tíma og er farin að sakna þess svolítið.

Háskólinn býður manni upp á fríkeypis drykkjarföng hverja helgi og þ.m.t þessa helgi. Í kvöld er tilefnið opnun nýrrar vefsíðu. Við ætlum því að hittast hér á Káranum nokkrir stjórnmálafræðinemar og skella okkur svo í bæinn og hafa það skemmtilegt.

Þetta verður þá ekki lengra að sinni

Monday, September 18, 2006

Þetta var nú aldeilis skemmtilegur leikur og þakka ég öllum þeim sem tóku þátt.
Helga Þórey bar þó sigur úr bítum og leifðum við henni að velja sér verðlaun.
Hún valdi pizzuveislu og samverustund með íbúum kárastígsins og verða verðlaunin veitt í kvöld.

Það kom til mín maður áðan og setti fullt fullt af sjónvarpsstöðvum í sjónvarpið þeirra tótu og matta. Okkur ætti því ekki að leiðast þó svo við séum ekki með nefið ofan í bókum allar stundir en okkur hættir til við að vera það:)

Helgin leið voða hratt og eyddi ég lunganu úr laugardeginum við gróðursettningu sem kostaði mig massamarblett á kálfan. Vegna þess er nú ennþá erfiðara að labba þennan 90 gráðu halla sem liggur á leið minni heim úr skólanum. Mig dreymir því um að kaupa mér mótorknúið farartæki, kannski hlaupahjól til að komast leiðar minnar. Hættan er nefninlega við því að ef ég fer á hjóli þá endi ég á höfðinu úti á miðri miklubraut fyrir utan það að drífa ekki heim. En ég læt tvo jafnfljóta duga enn um sinn.

Við látum þetta duga í bili
Hildur og fiðurféð á Kára

Wednesday, September 13, 2006

Loforð er loforð

Við vorum netlaus sem olli þessari seinkun á bloggi, biðjumst velvirðingar á því.
Skólinn er kominn á fullt hjá okkur báðum og er það bara hið fínasta mál.
Flestir kúrsarnir mínir eru skemmtilegir en sumir eru leiðinlegir, bara svona eins og gengur og gerist.
Ég er búin að fara í eina nýnemaferð og varð það bara hin fínasta skemmtun. Ég missi hins vegar af fyrstu vísindaferðinni minni sem verður á föstudaginn vegna þess að ég er að fara að gróðursetja á suðurlandi fyrir Hersi. Gaman af því.
Mundi er nú búin að busa nýju mr-ingana og skella sér á reif busaball en var þó ekki nægilega hugaður til þess að fara í tóka.
Við ætlum að prófa að fara í smá leik. Hann heitir hver er maðurinn. Verðlaun verða í boði og allir hafa færi á því að taka þátt hvar sem þeir eru í heiminum. Við látum þetta ganga þannig fyrir sig að þið komið með spurningar svo verðum við dugleg að koma inn og svar þeim.
Hver er maðurinn?
Kveðjum í kútinn Hildur, Mundi, Míló og Nancy