Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, May 31, 2004

rausfrí

Jæja, djöfull erum við búin að vera löt að blogga. Það er bara svona þegar maður er kominn á eyrarbakka þá nennir maður þessu ekkert, fer frekar að veiða síli eða hjóla upp í Hallskot eða e-ð. En í ljósi þess að hildur er stungin af íhinar ónetvæddu Álandseyjar(þær eru að vísu netvæddar enm hildur hefur ekki aðgang að netinu) og að ég er latur, þá verða lögð niður skrif áþessari síðu nema að e-ð sérstakt hendi. Ég vil um leið þakka lesendum (í bili) fyrir að lesa og benda á að hægt verður að lesa raus mitt á síðunni þar sem ég og Eiríkur höfum ákveðið að ég komi inn með svokallaðann þriðjudagspistil. Skrif, hér, verða svo vonandi tekin upp að nýju þegar hildur kemur heim eða þá í haust þegar við snúum aftur til borgar óttans og í hinn lærða skóla.
Sumarið, Mundi.

Saturday, May 22, 2004

Sumarfrí

Það er nú svoldið langt síðan við höfum rausað. Núna er prófin loksins búin og sumarið byrjað. Gæti ekki verið betra.
Ég er búin að panta flug út og ég fer á sunnudaginn í næstu viku og heim aftur 1. ágúst svo að ég missi alveg af þjóðhátíð buhu. Hún Dana er strax flúin til Danmerkur og er bara flutt þangað fyrir fullt og allt. Er einmitt að tala við hana núna, hún hefur það bara massa gott en hennar er samt sárt saknað hér.
Núna er ég samt vonandi á leiðinni á Stuðmannaball í Hnakkavík.
Ákvað bara að rausa á meðan Helga fór í brúsabað. Það tekur alltaf langan tíma.

Monday, May 17, 2004

2 eftir

Já nú er þetta allt að smella saman, aðeins tvö eftir. Tók mér annars ágætispásu á laugardagskveldið. Ég fór í grillveislu og eurovisionpartý og alles og alles. Kærkomin pása. Ég er nú samt alveg að bugast og er ekki enn byrjuð að læra fyrir prófið á morgun. Hvert próf tekur sinn toll af geðheilsunni og eins og staðan er geðheilsan ansi tæp.
Guðmundur á bara eitt eftir og mér heyrist á öllu að hann sé rétt í þessu að byrja að gera herbegið hennar Þórhildar tilbúið fyrir heimkomu.
Skipuð hefur verið nefnd til þess að finna út hagstæðasta og besta ferðamátann minn og eins og staðan er í dag fer ég til útlanda ekki næstu heldur þarnæstu helgi. Vona að það eigi eftir að verða skemmtilegt.
Ég vil enn og aftur minna alla á að hafa það í huga að nauðsynlegt er að finna sér eitthvað skemmtilegt til dundurs á miðvikudagskveldið og allir verða að vera glaðir á þeim merkisdegi :)

Monday, May 10, 2004

Merkispóstur

Mér hefur borist einn póstur. Í þeim pósti er mér gert að mæta til vinnu á Álandseyjum þann 1. júní, sem er eftir u.þ.b. 20 daga. Ég skil þetta bréf ekki fullkomlega þar sem það er ritað á sænsku. En mér skilst að síðasti vinnudagur minn verði 31.júlí.
Þetta þýðir að ég mun missa af svo gott sem öllu sem gerist á Íslandi í sumar. En ég mun vonandi fá e-ð í staðinn.
Ég veit þó ekki alveg hvort að þetta geti orðið að veruleika vegna þess að endurtökuprófin eru ekki fyrr en 7. júní og ef svo illa skyldi fara að ég myndi falla í einhverju myndi það þýða að ég yrði að vera á landinu meðan þau ganga yfir.
Ég mun heldur ekki ná að hitta hana Þórhildi fyrr en einhverntíma í Ágúst þar sem við mundum fara á mis.
Þrátt fyrir það ætla ég mér að ná öllum þessum helv... prófum og skunda mér í útlandið eftir nokkra daga. Svo að nú er mér ekki lengur til setunar boðið og farin að læra undir stærðfræðipróf.

Sunday, May 09, 2004

Mæja og Villi

Við fengum einn gest hingað á Kárastíginn á föstudaginn. Hún Mæja býfluga kíkti í heimsókn, hún er riiisastór, stærri en þumalputtinn á mér. Hún kom inn um eldhúsgluggann. Mér finnst hreint magnað hvað ég og ágú erum rosalega hugrakkar. Ég sat inni í herbergi (að læra stærðfræði) þá kom Ágú hlaupandi á fullu spani með glas í hendinni og skelfingarsvip á fési. Hún hafði gert heiðarlega tilraun til þess að fanga þennan gest í eitt glas en var svo brugðið að hún flúði til mín og til þess að jafna sig. Þá fór ég, aðalflugnaveiðarinn (ágú og ég erum nú atvinnuflugnaveiðarar), inn í eldhús og fangaði Mæju. Hún var svoldið svekt en sætti sig við þetta og ákvað að bíða eftir hjálp. Ég komst nú að ansi merkilegum hlut í öllu þessu ævintýri. Býflugur sofa, hún Mæja fór að sofa upp úr ellefu (ég hélt að hún væri látinn) og vaknaði svo um hádegisbil á laugardaginn alveg sprelllifandi í glasinu sínu.
Á laugardaginn barst henni svo hjálp. Hann Villi vinur hennar gerði árás hann kom inn snemma á laugardagsmorguninn og gerði tilraun til þess að frelsa Mæju. Það mistókst. Pabbi kom svo í heimsókn og frelsaði hana úr glasinu.
En henni Mæju líkar vel vistin á Kárastígnum og í morgun var hún kominn aftur í kurteisisheimsókn. Ég held reyndar að hún hafi sofið á milli mín og Ágústu vegna þess að bæði hurð og gluggi voru lokuð. Hún vakti okkur svo með suði sínu snemma í morgun og það var eins og við manninn mælt við vöknuðum og fórum á veiðar.

mikil hneykslun

Nú er fokið í flest skjól, ég er orðinn gegnsýrður af jarðfræði og ekki búinn að blogga síðan í apríl. Það, eitt og sér, er algerlega óalandi en það er ekki nógu gott að vera latur að blogga og blogga svo um eigin leti þegar maður loksins kemur því í verk, ég tek því upp léttara hjal og deili hneykslan minni ekki meir. Annars hefur fremur fátt á daga mína drifið og frá litlu að segja en um síðustu helgi var ég þetta líka ekki lítið duglegur, lærði stærðfræði á við svona 1og1/2 og keypti mér miða á aukatónleika Pixies í Kaplakrika þann 25. maí n.k. Ég er bara hálffeginn að fara 25. en ekki 26. því 26. er úrslitaleikurinn í meistaradeildinni. Alveg einkennilegt að daginn sem úrslitaleikurinn í meistaradeildinni er spilaður eru tónleikar og daginn sem metalica tónleikarnir eru er úrslitaleikur EM, byrja meira að segja á sama tíma 4. júlí kl: 19:45, alveg stórmerkilegt. Svo til að bæta gráu ofan á svart er grillveisla hjá Sigga Steindórs sama kvöld og eurovision, maður á greinilega að vera upptekin á öllum menningarviðburðum í sumar. Já þetta eru bara svona pælingar ég verð að fara lesa um dragár og lindár mér til skemmtunar og lífsfyllingar en vil enda þetta raus á því að óska Liverpoolmönnum til lukku með fjórða sætið og fylgja þar með Man. Utd. í undankeppni meistaradeildarinnar.
K.v. Mundi

Wednesday, May 05, 2004

1/4 búinn :)

Nú eru prófinn kominn á fullt. Ég get glaðst yfir því að þessa stundina er ég búin með 1/4 þ.e. þrjú próf. Virðist vera miklu meira þegar maður hugsar það í almennum brotum. Var einmitt rétt í þessu að koma úr munnlegu dönsku prófi og er svo að fara í tölvufræðipróf á morgun. Ég skil ekki afhverju í ósköpunum það er verið að kenna þetta fag. Það er t.d. einn langur kafli í bókinni sem fjallar um takkana í word. Það veit það hver maður sem einhverntíma hefur séð word að til þessa að prenta þá ýtir maður á takkann sem ber mynd af prentara. Svo er verið að kenna ýmislegt sem maður þarf einfaldlega ekki að kunna eins og tvíundarkerfi og annað slíkt, tölvan kann þetta og skilur þetta og þú ekki. Það er allt í lagi og engin þörf á að breyta því.

Ég er búin að kaupa mér miða á aukatónleika Pixies sem verða 25. maí. Hlakka einstaklega mikið til.
En nú bíð ég bara spennt eftir að klukkan verði c.a. hálf þrjú, miðvikudaginn eftir tvær vikur.

Monday, May 03, 2004

Afmæli

Ég átti virkilega erfitt með að festa svefn í gærkveldi vegna þess að orðið afmæli olli mér miklu hugarangri. Hvaðan kemur þetta orð? Orðið fæðingardagur er miklu rökréttara og er það notað í öðrum tungumálum sbr. enska: birthday, þýska: geburtstag og danska föderselsdag. Við vorum að velta þessu fyrir okkur í gærkveldi og mér datt fyrst í hug að þetta tengdist eitthvað því að mæla=tala, af mæli er þegar að mæli fara af því að þú sért fæddur, Tótu fannst líklegt að þetta sé komið af því að aldur sé lesinn af mæli og Guðmundur var sammála henni. Ágústa kom með þá hugmynd að þetta tengdist eitthvað því að stemma af þ.e. að á fæðingardaginn er aldurinn mældur af sbr. stemma af og þú ert sagður árinu eldri. Ef einhver veit þetta eða getur komið með líklegar tilgátur þá endilega setjið það hér inn.

Saturday, May 01, 2004

Það hefur semsagt enginn skilið þetta. Ég var bara að prófa, tölvan okkar er nefninlega ónýt það heltist kók á hana og hún virkar ekki betur en þetta. Biggi var svo góður að hann lánaði mér tölvuna sína á meðan prófin ganga yfir. Ég er svo háð tækninni að mér leið eins og hægri hendi mín væri farin af þegar ég hafði enga tölvu.
Annars er ekkert að frétta frá því síðast.