Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, November 30, 2005

Þottabalahallæri

Nú er þetta allt byrjað, ég er búin með þrjú próf og hefur þetta gengið sæmilega til þessa held ég. Síðasti skóladagurinn í dag og ég á bara sjö próf eftir og þar af eitt sem ég ætla að skila auðu.
En nóg um það.
Enn og aftur lá leið okkar munda í holtagarða. Við ætluðum að kaupa þvottabala vegna þess að okkar er brotinn vegna mikillar notkunar.
En trúið þessu? Það er ekki til neinn þvottabali í Ikea og ekki heldur í rúmfatalagernum! Hvar í veröldinni er þá hægt að kaupa þvottabala? Góðar ábendingar vel þegnar.
Við gerðum þó gott úr ferðinni og keyptum nýtt aðventuljós í staðinn þannig að nú er orðið svaka jóló hjá okkur.
Við erum búin að setja upp seríur (líklega lélegasta uppsetning á höfuðborgarsvæðinu), setja græna peru og síðast en ekki síst föndra stórt stórt prófadagatal.
Toppurinn er svo að Biggi gaf okkur súkkulaðidagatal núna áðan af því að við vorum svo góð að bjóða honum í mat.
Ég ætla því að fara og fleygja á pizzulufsu.
Veirið þið sæl að sinni

Tuesday, November 29, 2005

Tíu litlir negrastrákar...

Komin aðventa, og tilla-beggi ekki búinn að skreyta, maður fer að halda að hann hafi selt jólaskrautið með húsinu? Kominn mikil jól á kárstígnum, ég beytti mínu mikla listræna innsæi á sunnudaginn þegar ég gerði mér lítið fyrir og breytti eldavélinni í aðventukrans, þ.e.a.s. sett eitt sprittkerti á hverja hellu. Mikið óskaplega væri ég til í að einhver sem ég þekki bjóði sig fram og gerist ráðskona(eða kall) hér meðan á jólaprófum stendur, hæfnin er ekki gífurleg.
Sæmilega fjárhagslega sjálfstæður einstaklingur, sem er þolinmóður, barngóður(ef biggi kemur í heimssókn), snöggur í gang á morgnanna, kann að búa til hafragraut, vekja mig, og svo náttúrulega þvo og þrífa óskast gefins. Ekki skemmir fyrir ef hann er svo fjárhagslega sjálfstæður að hann sér um matar innkaup og annað í eins og tvær vikur, þá kannski verður til matur.
En eitt að lokum, mjög stutt því ég held að soðningin sé til, eða svo gott sem.
hvar er aðventuljósið?? ég trúi einfaldlega ekki að það sé í sófanum.
sá sem fattar upp á því fær verðlaun...

Monday, November 21, 2005

Aðalskipulag

Rétt í þessu var Elías mávur að henda hingað inn bunka af blöðum. Á blöðum þessum er verið að leita eftir því að fólk sem hefur lögheimili sitt í Árborg riti nafn sitt og kennitölu og mótmæli með því drögum að aðalskipulagi Árborgar. Í þessu skipulagi kemur fram að áætlað er að íbúafjöldi Eyrarbakka hækki upp í 800 á sama tíma og stokkseyringar verði 1000 og selfyssingar u.þ.b 11- til 10 þús. og að ekki megi byggja nema afar takmarkað á Eyrarbakka meðan hálfvitarnir á stokkseyri ætla sér að byggja blokk og vitfirrtu vitleysingarnir á selfossi ætla sér að byggja tvo 16 hæða turna.
Þeir sem vilja fræðast nánar um þetta geta nálgast upplýsingar og blöð til undirskriftar á kárastíg eða hjá heimilismönnum hans.
Mótmælendurnir

Thursday, November 17, 2005

Tilkynning

Fjarstýringarnar eru báðar fundnar, það voru Þórhildur og Ágústa sem hittu naglann á höfuðið.
Við höfðum þegar leitað í sófanum, eins og helga tók fram og ekki fundið neina fjarstýringu. Áðan ákvað ég þó að gera lokatilraun. Ég stakk hendinni alveg upp að öxlum ofan í sófann. Hvað haldið þið? Ég fann báðar fjarstýringarnar, nokkra penna og playmodót. Stúlkurnar í austur-Þýskalandi og í Bristol meiga því eiga von á því að fá glaðning á næstunni:)
Hefði samt verið mun ódýrara að þurfa bara að senda vinningin upp í grafarholt, en gaman að senda dót til útlanda samt:)
Er eitthvað sérstakt á óskalista?

Hildur fundvísa

Tuesday, November 15, 2005

Jólin byrja í Ikea

Nú er undirbúningur jólaprófa hafinn. Ekki í formi lestrar samt.
Við skruppum í ikea áðan og keyptum 12 glös. Í prófum er ekki vaskað oft upp og er þá prinsippmál að eiga nóg af glösum.
Við keyptum líka margt fleira í búið þ.m.t. vænan bursta til klósettburstunnar, en fyrir henni fer mikið á heimili voru. Í þessum töluðu er svo dáyndissteik í ofninum og allt að gerast.
Einnig keyptum við gula, rauða og græna perur sem við ætlum að hafa til hátíðarbryggða í rússum hússins.
Merkilegt finnst mér hvað fólk er alltaf að hringja hingað á öllum tímum sólarhringsins og byðja um leigubíl, yfirleitt alltaf gamlar konur.
Þær segja yfirleitt: já góðan daginn, mig vantar bíl, við: já, þær: ég er (svo kemur eitthvað heimilisfang) er langt í hann. Við: ha, ég veit það ekki alveg. Þær: er þetta ekki BSR. Svo þegar þær hringja á mjög leiðinlegum tímum segjum við stundum þegar þær spyrja hvort langt sé í bílinn, nei hann kemur eftir c.a. korter.
En steikin er að bíða okkar svo að við segjum þetta gott í bili
Yfir og út
Þrælarnir

Monday, November 14, 2005

Fundarlaun!!

Skrýtnir hlutir gerast í sífellu hér á Kára.
Það skrýtnasta er að sumir hlutir hverfa.
Helga kom til mín á laugardagskveldið síðasta og ætluðum við að hafa það mjög gott og horfa á dvd myndir og borða gotterí allt kveldið. Við höfðum fengið sendan glaðning frá dominos og kvöldið átti að hefjast. En hey...hvar er dvd fjarstýringin?
Hún var og er gjörsamlega horfin, við leituðum og leituðum, meira að segja í öllum herbergjum, undir rúmum, inni á baði, inni í eldhúsi, alls staðar. En ekki fannst hún og pizzan kólnaði á meðan.
Þegar ég fór að hugsa, mundi ég að snemma í september varð einhver var við það að fjarstýringin af græjunum inni í stofu væri týnd, hún er ennþá týnd.
Hvernig geta fjarstýringar bara horfið, geta þær gufað upp?
Sá sem er fundvís og finnur aðra eða báðar fjarstýringarnar, helst dvd fær skemmtileg fundarlaun. Svo má líka geta sér til um hvar þær eru fyrir þá sem eru ekki staddir á landinu og fá þeir sendan glaðning ef þeir hafa rétt fyrir sér.

En að öðru leiti var þetta bara góð helgi. Helga og Guðmundur tóku sig til fyrri part dags, töldu allar flöskurnar sem fylltu svalirnar, fóru með þær í sorpu og keyptu mat fyrir peningin. Þau eiga hrós skilið:)

Wednesday, November 09, 2005

Ýmislegt

Nú er fokið í flest skjól. Þvílíkur og annar eins kuldi á einu heimili. Alltaf gífurlega gólfkalt og svona golluhiti hér inni eins og mundi kallar það og á þá við að þú verður að klæðast gollu innandyra. Við ættum kannski ekki að vera alltaf að opna út.

Martröð okkar beggja mun eiga sér stað á morgun, ARMBEYGJUPRÓF! Hvað er það, til hvers, hvers vegna þarf maður að taka ákveðið margar armbeygjur til þess að geta tekið stúdentspróf og komist í háskóla, getur einhver sagt mér það??
Við verðum bara að viðurkenna það að við getum ekki hlaupið tjarnahringi nægilega fljótt svo við slepptum því bara svo að nú gilda armbeygjuprófin 100%.
Þessi próf fara þannig fram að kennari setur hnefa í gólf undir þér og þú átt að láta brjóstkassan snerta hnefann eins oft og prófið segir til um og vera allan tíman eins og spíta. Ef armbeygjurnar eru ekki nægilega góðar er ekki talið og kemur þá sama talan oft upp t.d. einn, tveir, þrír, þrír, þrír, fjórir.

En nóg um það, uppþot urðu á austurvelli síðastliðin þriðjudag vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Þar voru samankomin kennarar bekkjakerfisskóla, nemendur, fjölmiðlar og löggur. Það hefði þótt skemmtilegt ef upp hefðu komið hópslagsmál milli kennara og lögreglu. Fyndið hefði verið að sjá kennara kasta eggjum og hina ýmsustu kennara lærða skólans tuska löggurnar til.

Við erum að fara að hugsa um að læra um nokkrar bufferlausnir og brönsted-lowry, sjálfstæðisflokkin eldri, kosningarrétt, hannes hafstein og fleira skemmtilegt
Sæl að sinni
Þrælarnir

Monday, November 07, 2005

Uppgjör

Nú er mál að reyna að gera upp helgina sem leið. Haldið var í sumarbústað á milli hverargerðis og selfoss. Nokkrar stúlkukindur höfðu ákveðið að eyða þar saman nokkrum stundum og hafa það skemmtilegt.
Helga átti afmæli síðastliðin mánudag og hófst helgin á nokkurs konar veislu þar sem etin var jólamatur, pakkar opnaðir og síðast en ekki síst kakan hans indriða borðuð sem smakkaðist vel. Nokkrir gestir kíktu í heimsókn og skelltu sér í pottinn eða sungu inn í stofu. Þetta tókst allt saman mjög vel og mun ég nú reyna að setja inn nokkrar myndir af reisu þessari.

Annars er bara voða lítið að frétta, gengur allt mjög vel og nú fer að styttast í jólapróf.

Bless í bili