Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, November 15, 2005

Jólin byrja í Ikea

Nú er undirbúningur jólaprófa hafinn. Ekki í formi lestrar samt.
Við skruppum í ikea áðan og keyptum 12 glös. Í prófum er ekki vaskað oft upp og er þá prinsippmál að eiga nóg af glösum.
Við keyptum líka margt fleira í búið þ.m.t. vænan bursta til klósettburstunnar, en fyrir henni fer mikið á heimili voru. Í þessum töluðu er svo dáyndissteik í ofninum og allt að gerast.
Einnig keyptum við gula, rauða og græna perur sem við ætlum að hafa til hátíðarbryggða í rússum hússins.
Merkilegt finnst mér hvað fólk er alltaf að hringja hingað á öllum tímum sólarhringsins og byðja um leigubíl, yfirleitt alltaf gamlar konur.
Þær segja yfirleitt: já góðan daginn, mig vantar bíl, við: já, þær: ég er (svo kemur eitthvað heimilisfang) er langt í hann. Við: ha, ég veit það ekki alveg. Þær: er þetta ekki BSR. Svo þegar þær hringja á mjög leiðinlegum tímum segjum við stundum þegar þær spyrja hvort langt sé í bílinn, nei hann kemur eftir c.a. korter.
En steikin er að bíða okkar svo að við segjum þetta gott í bili
Yfir og út
Þrælarnir

0 Comments:

Post a Comment

<< Home