Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, October 20, 2005

Svolítið pirruð

Sorry, ágú og tóta, en biðin er af hinu góða. Þið trúið þessu kannski ekki en við erum að reyna að búa til myndasíðu svo að húseigendur fái enn betri mynd af því sem gerist á heimili voru.
Ég var að komast að því fyrir skemmstu að ég klára jólaprófin 13. des og hef ég aldrei áður klárað svona snemma. Húrra.

Að lokum koma svo smá hugleiðingar.
Hvers vegna í ósköpunum er fólk á tvítugsaldri látið vera í leikfimi? Skipað að hlaupa hring í kringum tjörnina, látið hoppa og skoppa tvisvar í viku. Um þessar mundir eru íþróttapróf í gangi í skólanum. Við þurfum að fara í kollhnísa, tvo, handahlaup, standa á haus og fleira fáránlegt. Hvenær á þetta eftir að koma að notum, afhverju þarf ég að geta staðið á haus til að fá stúdentspróf? Algjörlega fáránlegt. Ég varla held jafnvægi standandi á jafnsléttu á báðum fótum hvað þá á haus. Hvenær gæti það nýst mér að geta farið í kollhnís?

Kveð í kútinn
Hildur

0 Comments:

Post a Comment

<< Home