Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, October 05, 2005

Hugleiðingar

Þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en eftir hálftíma hef ég ákveðið að rausa svoldið.

Undafarna mánuði hef ég mikið verið að velta fyrir mér, og marga spurt, hvernig í ósköpunum ruslafólk kemst að ruslinu þegar það er læst inn í ruslageymslu.
Hugmyndir hafa komið upp um að þeir séu með lykla eða þá að einhver hleypti þeim inn á ákveðnum tíma á ákveðnum dögum. Á mörgum stöðum gengur sami lykill að íbúð og ruslageymslu og fannst mér það því ótrúlegt, líka finnst mér asnalegt að ruslaþjónusta Reykjavíkur sé með milljón lykla á kippunni sinni. Þar sem ég hef aldrei þurft að hleypa þessu fólki inn fannst mér síðari möguleikinn einnig afar ósennilegur.
Þessi hugsun ásótti mig mjög mikið um tíma en hún hafði svo vikið frá fyrir öðrum mikilvægum.Hún skaut svo aftur upp kollinum um daginn og viti menn ég fékk svar.
Þeir eru með milljón lykla, skrýtið.

En annað er það sem sækir á huga minn þessa daganna og ég hef ekki enn fengið svar við. Það er hvernig í ósköpunum er korktappa, sem er svona breiðari að neðan og með n.k. kúluhaus, eins og t.d. á kampavínsflöskum, komið á flöskuna??

Endilega komið með hugmyndir svo að ég geti farið að hugsa um eitthvað gagnlegra.
Minni líka á að nafnasamkeppnin er ennþá í gangi.
Bless kex

0 Comments:

Post a Comment

<< Home