Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, November 14, 2005

Fundarlaun!!

Skrýtnir hlutir gerast í sífellu hér á Kára.
Það skrýtnasta er að sumir hlutir hverfa.
Helga kom til mín á laugardagskveldið síðasta og ætluðum við að hafa það mjög gott og horfa á dvd myndir og borða gotterí allt kveldið. Við höfðum fengið sendan glaðning frá dominos og kvöldið átti að hefjast. En hey...hvar er dvd fjarstýringin?
Hún var og er gjörsamlega horfin, við leituðum og leituðum, meira að segja í öllum herbergjum, undir rúmum, inni á baði, inni í eldhúsi, alls staðar. En ekki fannst hún og pizzan kólnaði á meðan.
Þegar ég fór að hugsa, mundi ég að snemma í september varð einhver var við það að fjarstýringin af græjunum inni í stofu væri týnd, hún er ennþá týnd.
Hvernig geta fjarstýringar bara horfið, geta þær gufað upp?
Sá sem er fundvís og finnur aðra eða báðar fjarstýringarnar, helst dvd fær skemmtileg fundarlaun. Svo má líka geta sér til um hvar þær eru fyrir þá sem eru ekki staddir á landinu og fá þeir sendan glaðning ef þeir hafa rétt fyrir sér.

En að öðru leiti var þetta bara góð helgi. Helga og Guðmundur tóku sig til fyrri part dags, töldu allar flöskurnar sem fylltu svalirnar, fóru með þær í sorpu og keyptu mat fyrir peningin. Þau eiga hrós skilið:)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home