Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, November 09, 2005

Ýmislegt

Nú er fokið í flest skjól. Þvílíkur og annar eins kuldi á einu heimili. Alltaf gífurlega gólfkalt og svona golluhiti hér inni eins og mundi kallar það og á þá við að þú verður að klæðast gollu innandyra. Við ættum kannski ekki að vera alltaf að opna út.

Martröð okkar beggja mun eiga sér stað á morgun, ARMBEYGJUPRÓF! Hvað er það, til hvers, hvers vegna þarf maður að taka ákveðið margar armbeygjur til þess að geta tekið stúdentspróf og komist í háskóla, getur einhver sagt mér það??
Við verðum bara að viðurkenna það að við getum ekki hlaupið tjarnahringi nægilega fljótt svo við slepptum því bara svo að nú gilda armbeygjuprófin 100%.
Þessi próf fara þannig fram að kennari setur hnefa í gólf undir þér og þú átt að láta brjóstkassan snerta hnefann eins oft og prófið segir til um og vera allan tíman eins og spíta. Ef armbeygjurnar eru ekki nægilega góðar er ekki talið og kemur þá sama talan oft upp t.d. einn, tveir, þrír, þrír, þrír, fjórir.

En nóg um það, uppþot urðu á austurvelli síðastliðin þriðjudag vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Þar voru samankomin kennarar bekkjakerfisskóla, nemendur, fjölmiðlar og löggur. Það hefði þótt skemmtilegt ef upp hefðu komið hópslagsmál milli kennara og lögreglu. Fyndið hefði verið að sjá kennara kasta eggjum og hina ýmsustu kennara lærða skólans tuska löggurnar til.

Við erum að fara að hugsa um að læra um nokkrar bufferlausnir og brönsted-lowry, sjálfstæðisflokkin eldri, kosningarrétt, hannes hafstein og fleira skemmtilegt
Sæl að sinni
Þrælarnir

0 Comments:

Post a Comment

<< Home