Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, April 28, 2005

Mundi óttasleginn

Nú er prófalestur hafinn, síðasti kennsludagur á morgun og próftafla tekur við á laugardaginn.
Við Mundi litli erum bara tvö í koti voru um þessar mundir sökum þess að hún Gústa skrapp á Ólafsfjörð að skrá fornleifar.
Við fengum þó einn gest í dag í eldhúsið sem olli því að Mundi flúði inn í stofu.
Ég var fjarri heimahögum þegar sá gestur kom í hús. Ég var í erindagjörðum með Bigga, Mundi hringdi voða stúrinn og spurði hvar við værum og hvort við værum ekki að fara að koma heim. Þegar við svo loks komum heim sat Mundi inn í stofu mjög óttasleginn og bað mið vinsamlegast að fara inn í eldhús og fjarlægja eina flugu sem hafði komið sér fyrir á gluggasillunni. Enginn var þó flugan og ætla ég að hún hafi verið jafnskelfd við að sjá Munda og Mundi við að sjá hana og flogið út.
Mikið kættist ég þó yfir því að hugsa um það að Guðmundur sé hræddur við flugur, ótrúlegt alveg. En allir hafa sinn djöful að draga og ætli hugleysi sé djöfull Guðmundar.

Sunday, April 17, 2005

Hmm..

Við höfum verið löt við að blogga en aldrei svona löt.
Það hefur margt drifið á daga mína frá því að ég bloggaði síðast og nenni ég ekki að rekja það í smáatriðum. Páskafríið kom og fór og var það fínt, móðir mín og faðir fóru til parísar og ég hélt upp á afmælið mitt, ég fékk taugaáfall ekki enn komin yfir það (vegna prófa). Annars er það ekki mikið sem ég hef upplifað síðastliðinn mánuðinn. Jú ég fór líka niður á Austurvöll og mótmælti skerðingu náms til stúdentsprófs. Ég skil ekki alveg hvað er að gerast í þessu menntamálaráðuneyti ég er farin að hallast að því að þau hafi öll dottið á höfuðið greyin.

Tóta og Matti nýttu sér páskana til þess að flytja upp í sveit og því er ég komin með eigið herbergi. Til að toppa allt er ég meira að segja komin með sér rúm :)
Ágústa er búin að vera á flandri um heiminn undanfarna daga og ætlar svo að flakka eitthvað meira svo að ég og mundi erum næstum bara tvö í heimili. Því mætti endurskýra þetta blog þar sem við erum ekki þrælar lengur.
Það eru nú aðeins 14 skóladagar eftir og þá hefjast prófin og að þeim loknum sumarfrí. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.
Hef nú ekkert merkilegt að segja, geri þetta sumpart af skyldurækni.
Bless Kex