Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Saturday, September 27, 2008

Halló

Ég hef heyrt að það sé búið að rigna ansi vel heima á Íslandi síðan ég fór. Í dag er alveg blár himinn í Leuven og 20 stiga hiti. Ég skal því reyna að senda ykkur smá sól:)

Þá er ég búin að vera í skólanum í eina viku. Ég þarf hvorki að taka kúrsa á flæmsku né heldur læra guðfræði.
Á mánudaginn var settur inn listi af enskum kúrsum sem ég get tekið og hef ég setið þá undanfarna viku. Þessir kúrsar eru að ég held allt masterskúrsar og virðast við fyrstu kynni vera nokkuð áhugaverðir. Ég skráði mig meira að segja í einn mannfræðikúrs.
Prófin eru svo ekki fyrr en í janúar svo að það verður að mestu bara greinar sem ég þarf að lesa á þessu ári.
Á morgun er svo fyrsti flæmskutíminn en ég er búin að skrá mig í flæmskunámskeið. Þetta er þó bara Hollenska sem ég læri því að flæmskan og hollenskan eru nánast eins, eini munurinn er framburðurinn. Flæmskan hljómar svoldið eins og sænska svona syngjandi hollenska.

Leuven er ekki stór borg, hún er að mestu leiti byggði í hring sem er aðeins tveir kílómetrar að þvermáli (eins og frá alpan og út í skóla). Hér eru allir á hjóli og má ég passa mig veruleg á því að ganga ekki alltaf í veg fyrir hjólandi vegfarendur. Mér stendur til boða að leigja mér hjól fyrir þennan vetur en veit ekki hvort ég þori því þar sem hér gilda sömu reglur um hjól og bíla. Bannað er að hjóla gegn einstefnu og þú þarft alltaf að stoppa á rauðu ljósi og virða forgang. Ég er ansi hrædd um að allir mínir peningar færu fljótt í sektir ef ég tæki upp á því að hjóla. Belgar eru með eindæmum sektarglaðir og hér eru löggur á vappi út um allt.

Félagslífið hér fer að mestu fram á virkum dögum, hér eru partý alla virka daga en um helgar fara allir til síns heima. Það er því minna að vera um um helgar. Í kvöld ætla ég þó að skella mér á tónleika með einni franskri stelpu sem ég hef kynnst. Veit ekki alveg hvers kyns þessir tónleikar eru en grunar að það sé einhverskonar electronic music því það virðist vera vinsælasta tónlistin hér. Það venst vonandi.

Annars ætla ég bara að biðla til allra þeirra sem taka þátt í íslensku efnahagslífi að fara að styrkja elsku litlu krónuna okkar. Þetta gengur ekki lengur.

Fyrsta heimsókn vetrarins er svo plönuð næstu helgi en þá ætlar Mundi litli frændi að heimsækja okkur Þórhildi. Ég hlakka mjög mikið til að fara til Brussel á föstudaginn og hitta hann. Það eru svo allir velkomnir að heimsækja mig. Pantið bara flug og látið mig vita:)

Þangað til næst

2 Comments:

Blogger Tóta said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 7:41 PM, Blogger Tóta said…

    hæhæ Hildur hvernig var svo á tónleikum? Væri alveg til í smá sól er orðin þreytt á þessari vætutíð. Ég sendi Gvend með þrjár bækur og sjö bíómyndir þannig að þú ættir að geta stytt þér stundir um helgar þegar allir aðrir fara heim;) Ég ætla svo að biðja þig um að senda Gvend með svolítið í farteskinu heim handa mér en ég heyri í þér seinna með það. Bless í bili -Tóta ljóta

     
  • Anonymous Anonymous said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 9:25 AM, Anonymous Anonymous said…

      ooo enn gaman hja ther. Thad er ekki sol i Aberdeen. Skyad og himinninn fellur vel ad gragrytis byggingunum.
      Vildi ad eg gaeti kikt i heimsokn, kysstu munda og liddu fra mer og biddu thau ad kyssa thig fra mer...
      ast i poka
      agu

       

    Post a Comment

    << Home