Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, February 13, 2007

Óhöppin gera svo sannarlega ekki boð á undan sér

Ég held að ég eigi skilin verðlaun fyrir að vera mesti hrakfallabálkur norðan alpafjalla. Ótrúlega ótrúleg og aulaleg óhöppin sem ég verð fyrir. Ferðir mínar upp á slysavarðstofu eru orðnar fjölmargar og nú ætla ég að segja stopp.
Á föstudaginn síðasta lenti ég í dýrasta óhappinu held ég. Ég var að setja vatnsglas í gluggakistuna mína, missti jafnvægið, bar ekki fyrir mig hendurnar því ég hélt á vatnsglasi. Þetta varð til þess að ég lenti á framtönnunum á gluggakistunni, mölvaði eina tönn, önnur datt úr og ég beit góðan bita úr gluggakistunni, nammi namm. Það vantar því í mig eina tönn núna, þessari sem datt út var bara troðið upp aftur. Ég þarf því að lifa á fljótandi fæði, barnamatur, súrmjólk, kókómjólk og einstaka frostpinni og súpa í kvöldmat.
Nú hef ég tekið þá ákvörðun að slasa mig ekki meira það sem eftir er þessa árs (svona áskorun) og ætla því að fara extra varlega, ekki stíga upp á hjól, alltaf vera með lausar hendur til þess að bera þær fyrir mig og ekki klifra upp á neitt, ekki einu sinni stól. Vonandi að það gangi.


Þangað til næst
Hrakfalla-Hildur

6 Comments:

Blogger Tóta said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 12:10 PM, Blogger Tóta said…

    klárlega að forðast þessar áhættur sem þú tekur, eins og að fara með vatnsglas upp í rúm..hvað varstu að pæla??

     
  • Blogger Þórhildur Hagalín said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 11:25 AM, Blogger Þórhildur Hagalín said…

      ad fá verdlaun fyrir ad vera hrakfallabálkur er eins og ad fá verdlaun fyrir ad vera heimsins versti nuddari (eins og Monica)... ég skal hins vegar veita thér vegleg verdlaun ef thú ferd ekki oftar á slysó á thessu ári!!!

       
    • Blogger Þórhildur Hagalín said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 9:13 PM, Blogger Þórhildur Hagalín said…

        ég vil líka sjá mynda thér!

         
      • Blogger Sandra said...

        <$BlogItemCommentCount$> Comments:

        • At 6:26 PM, Blogger Sandra said…

          aldrei á þessu ári...sjitt það eru alveg 10 mánuðir eftir, og rúmlega það!

           
        • Anonymous Anonymous said...

          <$BlogItemCommentCount$> Comments:

          • At 10:08 AM, Anonymous Anonymous said…

            Björgvin Halldórsson var einu sinni með brotna tönn og það þótti rosa kúl.

            Halli

             
          • Blogger Tóta said...

            <$BlogItemCommentCount$> Comments:

            • At 3:08 PM, Blogger Tóta said…

              jæa fröken 9/11 var svona leiðinlegt í útlöndum að þú sérð þér ekki einu sinni fært um að blogga um það!!?

               

            Post a Comment

            << Home