Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, February 02, 2007

Polska

Kannski ekki alveg rétti staðurinn og stundin til að blogga. Er í tíma í opinberri stjórnsýslu en er hvort sem er löngu dottin út svo afhverju ekki að blogga?
Þorrablótið síðustu helgi fór vel fram og stóð skemmtinefndin sig mjög vel og vakti upp mikla kátínu (allavega hjá mér). Við mundi erum svo gamaldags að við eigum bara myndavélar með filmu svo að ekki verða myndirnar á þessari síðu.

Ég er enn mjög svekkt og sorgmædd vegna danaleiksins. Þetta var allsvakalegt. Ég er svo bitur út í dani að ég studdi pólverja heilshugar í leiknum í gær. Var rosa glöð þegar þeir fóru með dani svipað og danir fóru með okkur. POLSKA POLSKA. Mundi er aftur á móti ekki jafn langrækinn og studdi Lars Mölle Madesen og Kasper Hvit af miklum móð.

Rússaleikurinn var ekki góður og ekki lái ég strákunum okkar. Þeir eru ennþá miður sín trúi ég og því erfitt að taka þennan leik.
Aftur á móti tökum við spánverjana og lendum í 7. sæti sem er alveg ásættanlegt.

Enn og aftur er komin helgi og er það nú ekkert til að kvarta yfir.
Styttist óðum í Bretlandsför hlakka mikið til.
Góða helgi

1 Comments:

Blogger Tóta said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 8:40 PM, Blogger Tóta said…

    já það er ekki langt í að þú komir í heimsókn..vona að það verði ennþá sumar og sól ;)

     

Post a Comment

<< Home