Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, December 18, 2006

ARGASTA ÞVÆLA

Hvað gerirst? Þegar maður fullur bjartsýni með hvítan koll skrárir sig í háskólann og sækir um fullan námstyrk. Fellur svo harkalega til jarðar um jólin og áttar sig á því að þetta er ekki svo einfallt. Lín skrúfar fyrir og maður situr eftir með sárt enni, rétt tvítugur og skuldugur upp fyrir haus.
Jú maður lítur til forfeðra vorra íslendinga. Vísitöluskáldanna sem allir luku námi frá menntaskólanum í Reykjavík með sæmingi fóru svo utan og námu lög. Þeir hafa líklega líka fallið til jarðar, því flestir flosnuðu þeir upp úr námi og má ætla að það hafi verið vegna þess að velgjörðarmenn þeirra hafi heimtað endurgreiðslur og hætt að styrkja þá. Þeir snéru sér þá að drykkju, komu til íslands og gerðust skáld. Fóru að skrifa um ættjarðarást, eða um eymd og volæði. Dóu svo fyrir aldurfram vegna ofdrykkju. Maður ætti þá kannski að fara að semja?
Pæling....
Nei svo einfalt er það ekki. Ég vona nú að þetta sé að hafast. Síðasta prófið er á morgun. Vandamálið er hins vegar að ég hef nægan tíma í viðbót en get bara eiganveginn einbeitt mér af þessari einstaklega leiðinlegu lesningu um upphaf nútímaþjóðfélags. Geri mér fulla grein fyrir því að það eru fullt af hlutum sem ég ekki kann skil á en...
Ansans vesen

Léttara hjal. Jólafrí á morgun og ætlum við að taka jólaspilið á einu kvöldi, það verður gaman. Svo koma Tóta og Matti heim og þá Ágústa, nóg um að vera.

Jæja, einungis 14 tímar í próf og um að gera að reyna að gera eitthvað
Næst verð ég komin í jólafrí:)
Skál!!

3 Comments:

Blogger Tóta said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 12:27 PM, Blogger Tóta said…

    Þú rúllar þessu upp mín kæra, nú og ef ekki þá er engu lokið, það má alltaf skipta um aðalgrein hihihihihi;)

     
  • Anonymous Anonymous said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 7:21 PM, Anonymous Anonymous said…

      gangi þér sem allra best á morgun elskan, ég mun hugsa til þín! sjáumst á laugardaginn.

       
    • Anonymous Anonymous said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 8:01 PM, Anonymous Anonymous said…

        Ég hef fulla trú á því að þér hafi gengið vel skinnið mitt og sért því afskaplega kát og glöð að koma heim í heiðardalinn í (HUNDA)hirðingjastarfið.
        Sigga moster

         

      Post a Comment

      << Home