Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, September 22, 2006

Þrír dagar

Hvern hefur ekki dreymt um að eiga þriggja daga helgi?
Mig hefur allavega dreymt um það í langan tíma og nú er raunin sú að ég hef þriggja daga helgi. Föstudagur er nú orðin svona eins og for-laugardagur.
Þetta er ekki eins gott og það hljómar. Ég er alveg í vandræðum með þetta. Sá fyrir mér að ég yrði bara dugleg að lesa á föstudagsmorgnum en það er bara svoldið snúið. Sjálfsstjórnin er af skornum skammti og því sef ég ávallt til hádegis ef tækifæri gefst til. Ég les svo í u.þ.b. klukkara en þá kemur mundi heim úr skólanum og þá er sko komin föstudagur og maður lærir ekki á föstudögum, allavega ekki föstudagseftirmiðdögum. Samviska mín fær því ótal bit það sem eftir lifir dags því einhvernvegin virðist það virka þannig að þegar maður hefur farið í skólann um daginn þarf maður ekki að vera jafn duglegur og þegar maður hefur bara sofið. Skrýtið.

En að öðru. Sjónvarpsstöðvarnar fjölmörgu sem við fengum um daginn hafa þann skrýtna eiginleika að liturinn dettur út og sjónvarpið verður svona svart-hvítt með grænni slikju, sérstaklega þegar eitthvað skemmtilegt er á dagskrá. Þetta er mikið pirrandi en við tökum þessu eins og öðru með stóískri ró. Hef t.d. ekki séð Boga í lit í langan tíma og er farin að sakna þess svolítið.

Háskólinn býður manni upp á fríkeypis drykkjarföng hverja helgi og þ.m.t þessa helgi. Í kvöld er tilefnið opnun nýrrar vefsíðu. Við ætlum því að hittast hér á Káranum nokkrir stjórnmálafræðinemar og skella okkur svo í bæinn og hafa það skemmtilegt.

Þetta verður þá ekki lengra að sinni

4 Comments:

Anonymous Anonymous said...

<$BlogItemCommentCount$> Comments:

  • At 10:57 AM, Anonymous Anonymous said…

    en skemmtilegt, en leiðinlegt með sjónvarpið. er þetta gamli imbinn tótu og matta eða þórhildar?
    færðu munda ekki bara til að dangla í þig á föstudagsmorgnum, þú getur hitað handa honum hafragraut og farið svo að lesa!

     
  • Blogger Þórhildur Hagalín said...

    <$BlogItemCommentCount$> Comments:

    • At 11:24 AM, Blogger Þórhildur Hagalín said…

      rosa ertu féló hildur! strax farin ad bjóda "ókunnugu" fólki heim - svona á ad gera thetta.
      knús

       
    • Blogger Tóta said...

      <$BlogItemCommentCount$> Comments:

      • At 11:55 PM, Blogger Tóta said…

        stuð á minni bara orðinn partýhaldari og allt hvað eina;) Gott hjá þér og það er allt í lagi að læra bara 4 daga í viku...bara læra mikið þá ! Og svo lærir maður bara fyrir próf ;)

         
      • Anonymous Anonymous said...

        <$BlogItemCommentCount$> Comments:

        • At 2:53 PM, Anonymous Anonymous said…

          En það er voða lítill munur á Boga í lit eða ekki!! Á ekki að fara að halda áfram með uppáhalds leikinni minn (sem ég missti reyndar af síðast) - "HVER ER MAÐURINN??" Tóta getur vitnað um hvað ég elska þennan leik mikið. Hilsen KÞ

           

        Post a Comment

        << Home