Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Sunday, May 07, 2006

Það sem okkur leikur hugur á að vita

Gaman væri ef einhver sem þvælist hingað inn gæti svarað nokkrum spurningum sem hafa vaknað upp í kollum okkar núna í prófalestri.
Eru allir fílar gráir? eru ekki til brúnir fílar?
Hvert er pH gildi gúrku?

Þetta er svona það sem við höfum verið að velta fyrir okkur í dag.
Það er búið að vera virkilega gott veður í höfuðborginni í dag. Við stálumst því út í smá göngutúr settumst fyrir utan brennsluna og fengum okkur kók og sleiktum sólina, það er nefninlega alveg að koma sumar. Mikið verður þetta gott sumar, við ætlum að gera allt sem okkur langar til og vera alltaf úti í góða veðrinu og að skemmta okkur meira en góðu hófi gegnir. Mundi fer svo til Tyrklands og Hildur til Bretlands. Einhvernvegin er allt skemmtilegt nema að læra og freistingar í hverju horni. Heppilegt hvað við höfum gífurlega góðan sjálfsaga, enda þekkt fyrir það.
Það sem er skemmtilegast við þennan dag er að eftir nákvæmlega tvær vikur get ég sagt: "á morgun ætla ég að..." og endað setninguna svo á einhverju skemmtilegu.

Jæja nú get ég bara ekki bullað meira og því komin tími til að fara að drekka í sig smá fróðleik.
Verið þið sæl að sinni og njótið góða veðursins
KS. á Kárastíg

0 Comments:

Post a Comment

<< Home