Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, March 06, 2006

Nýjungar

Nú er nóg komið að væli, hér set ég mörkin og ekkert væl meir. Dagurinn í dag hefur verið vægast sagt frábær til þessa. Mánudagur vei vei vei. Nú hefur vetur konungur tekið yfirráð yfir borginni okkar og vorið þurft að víkja. Hann gerði þetta vel og sendir á okkur rok og úrkomu í formi snjós og rigningu. Þvílík fjölbreytni og frábærlegheit. Hvað er betra en að koma hundblautur heim úr skólanum og jú ekki enn búið að taka til eftir partýið á laugardagiinn.

Nokkuð merkilegar nýjungar komu upp hér á laugardaginn. Nýr partýmatur sem er sérlega einfaldur og snirtilegur og næstum ekkert uppvask fylgir honumm. Einn galli er þó við þennan mat að hann er ekki girnilegur og þaðan af verra ekki góður. Nýjungin er semsagt fiskibollur í dós, borðaðar kaldar beint úr dós með gaffli. Skrýtð hvað fólki dettur í hug. Gaman samt þegar vondir hlutir eins og þessi matur getur valdið þvílíkri lukku. Allir voru glaðir og ánægðir og skapaðist góð stemmning í kringum dósina þar sem hver og einn fékk sinn gaffal

0 Comments:

Post a Comment

<< Home