Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, March 02, 2006

Smá væl (erfitt líf)

Ég efast ekki um að allir hafi átt svona dag þar sem margir leiðinlegir hlutir hlaðast á og ekkert virðist ganga upp. Ég átti svoleiðis dag í dag.
Eftir langa og stranga dansæfingu fyrir fiðluball í gærkveldi (þar komst ég að því að fiðluballið verður flókið ball) kom ég heim og átti þá eftir að fínpússa tvo fyrirlestra. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að klára þá en þar sem HANDBÓK UM RITUN OG FRÁGANG ER TÝND þurfti ég að leggja lokahönd á þetta í dag.
Ég vaknaði því óvenju snemma í morgun eftir afar stuttan blund. Vansvefta skrölti ég í skólann klyfjuð töskum og var fremur kallt í borginni. Ég ákvað að klára þetta fyrir fyrsta tíma og fór því í tölvuverið (fékk handbók um ritun og frágang á íþöku). Í gamla skólanum mínum eru lélegar tölvur, það tók mig u.þ.b. korter að logga mig inn og kveikja á my computer og ég fékk engann stól í tölvuverinu. Ég rétt náði að gera heimildarskrá þegar hringt er inn í fyrsta tíma. Ansans vesen ég á að flytja fyrirlestur núna! Ég flýti mér að prenta eitt eintak og hleyp (enn klyfjuð töskum) inn í stofu. ÆÆÆ, tölvan í stofunni er biluð svo að ég get ekki sýnt powerpointshowið sem ég hafði eytt miklum tíma í kveldið áður. Fyrirlesturinn gekk að öðru leyti ágætlega.
Þá víkur sögunni að næsta leiðindaratburði. Leikfimiprófi, ætlast var til að ég gerði 40 armbeygjur á hnjánum. Ansans vesen ég get það bara ekki. Ég reyndi þó alveg þar til ég var komin með dofa í handleggi og olnbogar neituðu að beygjast, náði 36 armbeygjum. Eftir þessa þrekraun var ég aðframkomin og hafði íþróttakennarinn minn orð á því að aldrei fyrr hafi hún séð nokkurn svona illa leikinn eftir armbeygjupróf. Ég geri því ráð fyrir upphækkun fyrir viðleitni. Eftir þetta var það svo áfram baslið með heimildarskrá og útprentun seinni fyrirlesturins. Ekki ætlaði þetta að ganga klakklaust fyrir sig. Lömuð í höndum og með takmarkaða getu til öndunar fór ég í annað sinn í tölvuverið. Nú var prentarinn bilaður, ég þurfti því að fara upp marga marga stiga upp í þingholt að prenta. Það hófst að lokum. Skóladagurinn var ágætur eftir þetta. Heim kem ég svo eftir þennan erfiða dag og nei, ekki frí, líffræðipróf á morgun. Eftir að hafa setið lengi og lært ætlaði ég að hressa mig við og horfa á mr vinna í gettu betur. Það fór ekki vel, við töpuðum og aftur inn í herbergi, enn óhressari að læra kortlagningu heilans, hvar býr skynsemin í heilanum? Nú hef ég þó gefist upp viss um að það vanti nokkra hluta í heila minn. Ennþá vissari um að taugar þær sem eðlilegt fólk hefur í höndum eru verulega skaddaðar í mér.
Með dofnar hendur og olnboga sem aðeins beygjast í 30 gráður kveð ég að sinni og hlakka óstjórnlega til helgarinnar.
Efast um að nokkur maður hafi nennt að lesa þetta til enda. Ágústa hefur reynt að fá mig til þess að semja sögu, en í stað þess að gera það set ég hér inn sanna raunarsögu. Þetta er semsagt fyrir hana.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home