Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, January 04, 2006

Annáll 2005

Nú þykir enginn maður með mönnum nema að birta á bloggsíðu sinni annál liðins árs svo nú munum við reyna að gera árinu 2005 skil.
-Árinu 2005 var fagnað á dansiballi á Selfossi þar sem Bjórbandið lék fyrir dansi og í Frímanshúsi þar sem drukkið var Wiský.
-Janúar kom sem köld vatnsgusa í andlitið með skólahaldi og öllu sem því fylgir. Við fórum aftur á Kárastíg en þar var margt um manninn fyrstu mánuðina. Þorrablót Eyrbekkinga var haldið þennan mánuðin og sóttum við það bæði tvö.
-Febrúar gekk í garð með slyddu og él. Stuttur mánuður og fátt til tíðinda. Skunduðum við á árshátíð þennan mánuðinn og Þórhildur kom heim og hélt stórskemmtilega útskriftarveislu. Eldhús Kárastígsins var endurgert við góðar undirtektir. Dyrabjallan var biluð þennan mánuðinn
-Ekki dró margt til tíðinda í marsmánuði. Dyrabjallan var þó löguð og lífið gekk sinn vanagang.
-Í apríl var páskafrí, ég hélt afmælisveislu mína. Þá fluttu Tóta og Matti út eftir langa bið. Viið fengum líka nýtt sófasett.
-Í maí voru allir í algjörum prófmongólíta og ekki gerðist neitt markvert í mánuði þessum, við fengum þó nýjan vatnslás meira að segja krómaðann vatnslás.
-Sumarfríið langþráða gekk í garð. Við leigðum Kára litla og fluttumst austur. Ég fékk vinnu hjá hreppnum og Mundi vann í Mollinu. Jónsmessan var haldin og réð gleðin völdum í þessum mánuði. Við ólum mannin að mestu á Háeyrarvöllum 52 í hundalífi þennan mánuð.
-Mundi litli varð sjálfráða í Júlí, grillaður var humar og farið í útileiki af þessu tilefni. Við héldum líka á feiknarskemmtilegt ættarmót.
-Ágúst hófst á þjóðhátíð, auk þess fór ég í fáránlega skemmtilega reisu til Portúgal. Hófst skólahald aftur og settumst við í 5. og 6. bekk
-Í september gerðist sá sorglegi atburður að Friðjón vinur okkar lést. Blessuð sé minning hans. Ágústa lagði land undir fót og fluttist til Bristol.
-Oktober kom og fór og Helga Þórey varð sjálfráða. Hildur fór á árshátíð og Mundi til Þýskalands og til Danmerkur. Þórhildur fluttist aftur til Frankfurt eftir stutta dvöl og Matti flutti inn.
-Nóvember er yfirleitt leiðinlegasti mánuður ársins en þessi var fínn. Fórum í sumarbústað og var það konunglega skemmtilegt.
- Jól og áramót í desember og voða gaman
-Árið var svo kvatt með Dansiballi á Selfossi og í Frímanshúsi
Svona komið gott
Bless Kex

0 Comments:

Post a Comment

<< Home