Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, December 13, 2005

Gleði gleði

Húrra, ég er komin í jólafrí, þetta er gleðidagur mikill og ræð ég mér vart fyrir kátínu. Vandamálið er bara að allt sem mig hefur dreymt um að gera hefur misst sjarma sinn. Mig langar ekki lengur að vera heilan sólarhring í mahjong eða bubleshooter. Ég er heldur ekkert þreytt lengur og nenni ekki að fara að taka til sem er bráðnauðsynlegt á þessum bæ akkaurat þessa stundina.
Heimilisstörfin hafa sitið á hakanum undanfarnar vikur og ekki er til eitt einasta hreina glas í húsinu, flöskur og dósir má finna á ótrúlegustu stöðum. Ekki hef ég treyst mér til þess að ná í neinn einasta hlut sem dettur í gólfið af hræðslu við lífríkið sem þar hefur myndast. Mín versta martröð undanfarna daga hefur verið að fá Heiðar og Margréti í heimsókn.
Í dag ætla ég að fara og fá loksins smá jól í augun. Ég ætla að fara niður í bæ og jólast smá, ekki seinna vænna.
Guðmundur greyið er þó ennþá í prófum og þarf hann því núna mikinn andlegan stuðning og vorkunn, verð því að reyna að vera svoldið góð við hann.
En þangað til næst lifið heil :)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home