Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, November 17, 2005

Tilkynning

Fjarstýringarnar eru báðar fundnar, það voru Þórhildur og Ágústa sem hittu naglann á höfuðið.
Við höfðum þegar leitað í sófanum, eins og helga tók fram og ekki fundið neina fjarstýringu. Áðan ákvað ég þó að gera lokatilraun. Ég stakk hendinni alveg upp að öxlum ofan í sófann. Hvað haldið þið? Ég fann báðar fjarstýringarnar, nokkra penna og playmodót. Stúlkurnar í austur-Þýskalandi og í Bristol meiga því eiga von á því að fá glaðning á næstunni:)
Hefði samt verið mun ódýrara að þurfa bara að senda vinningin upp í grafarholt, en gaman að senda dót til útlanda samt:)
Er eitthvað sérstakt á óskalista?

Hildur fundvísa

0 Comments:

Post a Comment

<< Home