Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, December 09, 2005

Þessi hlýtur að vera e-ð vangefinn

Ég var að koma ofana af selfossi. Fór í vöruhúsið og rak augun í bók sem hét: "oojbarrasta, Fúsi varstu að freta"!
Tók svo bókina og fór svona að glugga í hana, endaði svo með að lesa hana alla stóð bara með kerruna á miðjum ganginum í kaupfélaginu og las. Þar til alt í einu kom einhver maður, sem ég held meira að segja hafi verið drukkinn, ef ekki þá vona ég að minnstakosti að hann hafi rennt við í tannburstarekkanum og gripið eins og einn reach með sér. Við áttum svona smá spjall sem var einhvernvegin sona:
Hann:"Hvar átt þú heima?" (svolítið þvoglumæltur og lagði mikla áherslu á þú)
Ég:" Ég á heima á eyrarbakka." og svo snéri ég mér undan og í átt að hillunni svo ég gæti haldið áfram að lesa og einstakasinnum missa útúrmér smá hlátur. Eftir svona tvær bls. kemur gæinn aftur:
Hann:" Er þetta góð bók?"
Ég: "jájá"
Hann: "Ætlarðu að kaupa hana?"
Ég: "nei, það held ég ekki"
Hann:" ertu bara hérna til að lesa?"
Ég: "Já"
Hann:"En þú ert nú líka að kaupa í matinn sé ég"
Ég: "Já"
Hann: "Jájá, ég gat svo sem sagt mér það" og labbaði svo í burtu!
Ég veit ekki alveg hvað maðurinn var að pæla en ef ykkur dettur e-ð í hug þá megiði endilega segja mér það í eins og einu kommenti eða tveimur.
En ég mæli hiklaust með bókinn, ég ætla sko að kaupa hana þessa, þetta verður fyrsta bókinn sem krakkarnir mínir fá að heyra, það verður að viðhalda prumpuhúmornum.
Kv. Mundi.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home