Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, December 08, 2005

Hremmingar gærdagsins

Þá er þetta búið.
Í gær fór ég að ráðum Gústu og sat við og skrifaði á spjöld til klukkan að verða þrjú í nótt. Tóta og Matti komu við síðdegis með maltkippu, smákökur og nammi til þess að bæta, hressa og kæta. Tókst það með eindæmum vel og unnið var betur og hraðar eftir það. Ég var þó orðin svo súr í lokinn að brandarinn að hafa auðuga önd fanst mér það fyndnasta sem ég hef heyrt. Ég vaknaði svo fyrir allar aldir í morgun efir örsvefn og hóf að lesa glósur úr bókinni sem ég hafði ekki lesið en átti að lesa. Þegar þarna var komið við sögu snerist baráttan við námið aðallega í það að halda augunum opnum og hemja óviðráðanlegan svefngalsa sem tekið hafði sér bólfestu í sál minni. Ég hugsaðu um vísitölu íslenska skáldið sem hóf nám í Lærða skólanum fyrir tilstillan nokkurra velgjörðarmanna, fór svo til Köben í nám en lauk því ekki því hugurinn hneigðist til Bakkusar. Heim var þá haldið og fengist við kennslu eða prestskap. Að lokum urðu þeir svo þunglyndir og dóu.
Ég trítlaði að lokum af stað í prófið með það í huga að lífið er sigling dauðatáknin felast alls staðar og að Ísland er fallegasta land í heimi sem hefur að geyma bestu þjóð heims, sjálfstæði vort er því afar mikilvægt. Ég hafði það einnig bak við eyrað að ef stæði ég á gati gæti ég sagt: "Þetta veist þú nú betur en ég." Líkt og einhver fyrirrennari minn í Menntaskólanum gerði um árið.
Ég kom því í prófið, búin að einsetja mér að hafa gaman af og ég held að þar með hafið ég bjargað þessu fyrir horn og nælt mér í lágmarkseinkunn. :)
Nú er því mál að fara að svala fróðleiksfýsn minni um fellingarhreyfingar og setmyndannir, einnig þarf ég að læra um Jónas Hallgrímsson fjórða daginn í röð, (er hann orðinn einn besti vinur minn í dag).
Takk fyrir lesninguna

0 Comments:

Post a Comment

<< Home