Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, December 05, 2005

Stofa 4?

Maður verður víst duglegur við allt annað en að læra í törnum prófa þ.á.m. blogga.
Stærðfræðiprófið er nú frá og prófin sem eftir eru orðin teljandi á fingrum annarar handar.
Ég er að hugsa um að taka þessa törn létt, ekkert stress því það verður að geymast fyrir stúdentsprófin.
Mig dreymdi um daginn að ég, guðmundur, þórhildur og halli frændi værum að spjalla saman í skólanum á Eyrarbakka. Þar voru allir mættir í skólann vegna þess að enginn hafði klárað hann. Afi var skólastjóri og var hann að deila út stundasrám. Ég,Þórhildur og Guðmundur áttum öll að mæta í matreiðslu í fyrsta tíma í stofu fjögur. Áður en við komumst í tíma kom löggan og tók guðmund.
Ástæða þess að ég er hér að segja frá þessum draumi er sú að við mundi fórum að þræta um hvaða stofa væri stofa fjögur í skólanum. Ef einhver getur bundið enda á þessar þrætur mundi tími okkar eflaust nýtast betur.
Annars er bara allt gott að frétta, Helga kom aftur í orlof um helgina og í þetta sinn bjuggum við til pizzu handa henni (hún varð reyndar svoldið eins og kex).
Ég ætla nú að fara að hvíla augun í smá áður en undibúningur söguprófs hefst.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home