Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, November 30, 2005

Þottabalahallæri

Nú er þetta allt byrjað, ég er búin með þrjú próf og hefur þetta gengið sæmilega til þessa held ég. Síðasti skóladagurinn í dag og ég á bara sjö próf eftir og þar af eitt sem ég ætla að skila auðu.
En nóg um það.
Enn og aftur lá leið okkar munda í holtagarða. Við ætluðum að kaupa þvottabala vegna þess að okkar er brotinn vegna mikillar notkunar.
En trúið þessu? Það er ekki til neinn þvottabali í Ikea og ekki heldur í rúmfatalagernum! Hvar í veröldinni er þá hægt að kaupa þvottabala? Góðar ábendingar vel þegnar.
Við gerðum þó gott úr ferðinni og keyptum nýtt aðventuljós í staðinn þannig að nú er orðið svaka jóló hjá okkur.
Við erum búin að setja upp seríur (líklega lélegasta uppsetning á höfuðborgarsvæðinu), setja græna peru og síðast en ekki síst föndra stórt stórt prófadagatal.
Toppurinn er svo að Biggi gaf okkur súkkulaðidagatal núna áðan af því að við vorum svo góð að bjóða honum í mat.
Ég ætla því að fara og fleygja á pizzulufsu.
Veirið þið sæl að sinni

0 Comments:

Post a Comment

<< Home