Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, December 07, 2005

Hræðilegar aðsæður

Nú er ég að vakna upp við mjög vondan draum. Ráðgert er að ég fari í íslenskupróf á morgun. Ég hef kosið mér það að sofa í öllum íslenskutímum vetrarins, eða ekki einu sinni kosið, ég sofna einfaldlega. Þetta er eitt það leiðinlegasta sem ég hef komist í tæri við. Greining og túlkun ljóða frá íslenskum skáldum á nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar. Auk þess að hafa sofið í tímunum eða allavega ekki getað haldið athygli hef ég ekkert glósað og engin verkefni gert. Þannig að ég er í vægast sagt mjög vondum málum. Það vantar einfaldlega í mig þann eiginleika að geta túlkað eitthvða sem einhver sagði fyrir mörgum árum rétt og vitað þannig hvað fólk var að meina en gat ekki bara sagt.
Skrýtið finnst mér líka að þurfa taka stökkið frá skemmtilegasta námsefni vetrarins sjálfstæðisbaráttu íslendinga yfir í svona rugl á nokkrum mínútum.
ofan á allt annað þarf ég að lesa leiðinlegustu bók veraldar, bók eftir Heimi Pálsson um kalla og ljóð. Þessi bók er einungis upptalning og tilvitnanir.
Nú hef ég vælt heldur betur og býst við því að þið vorkennið mér og komið með góða leið til þess að bjarga mér út úr þessum aðstæðum.
Það sem toppar allt er að nú er ég að blogga í stað þess að læra

0 Comments:

Post a Comment

<< Home