Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Friday, December 30, 2005

Það síðasta á árinu

Þetta er líklega síðasta bloggið á árinu, nema hann mundi hafi eitthvað í pokahorninu.
Jólin hafa gengið í garð og liðið ákaflega fljótt til þessa. Þau hafa verið ósköp góð, matur, góðar og nytsamar gjafir og skemmtilegheit, bara svona eins og jól eru venjulega. Ég hef snúið sólarhringnum gjörsamlega við og er rétt að festa svefn þegar mamma fer til vinnu sinnar. Það fylgir líka jólunum.
Nú fer þó að styttast í næstu hátíð sem er engu síðri, áramótin.
Spurningin er þó hvar og hvernig halda eigi upp á þessi tímamót. Líta má á þessi áramót sem einkar merkileg þar sem þau eru síðustu áramótin mín í tug númer tvö og því mikilvægt að halda vel upp á þau. Væri sniðugt að vera í höfuðborginni eða á maður að halda sig á suðurlandsundirlendinu? Þetta á nú vonandi allt saman eftir að vise sig á næstu dögum.
En ég loka þessu með því að óska öllum lesendum á árinu sem og landsmönnum öllum gleðilegrar jóla og farsældar á nýu ári

0 Comments:

Post a Comment

<< Home