Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Tuesday, January 17, 2006

Frábæri Kárastígur

Þó svo að hér hafi í síðasta bloggi fyrir ykkur erfiðleikum kommúnulífs verið lýst má ekki gleyma hversu frábær Kárastígurinn er.
Hann er staðsettur í hjarta borgarinnar og er algjör óþarfi að fara út úr 101 til að lifa ágætislífi. Þetta þýðir að allt er í göngufæri sem er bæði holt og ódýrt.
Fólkið sem hér hefur hlotið aðsetur og mun að öllum líkindum búa hér áfram, hildur og mundi (litlir þrælar) erum afar gamansöm og oft þarf lítið til að kæta kárabúa.
Hér er aldrei nein lognmolla og alltaf í nógu að snúast, þó svo að alltaf sé einnig tími til þess að slaka á. Allir geta skemmt sér saman yfir sjónvarpinu, spilum eða spjalli og með því í eldhúsinu. T.d. er í gangi þessa dagana rommíkeppni sem er stórskemmtilegt dundur svona í skammdeginu. Þrifnaðarmálin eru góð (þökk sé liddu). Alltaf er skemmtilegt að sjá munda með klósettbustann á lofti að raula madonnnu og er hann ólatur við þennan iðnað. Nóg er plássið og andrúmsloftið er stórmagnað og skemmtilegt hér á Kára.
Pistill þessi er ekki eingöngu ritaður til þess að upphefja sjálf okkur heldur aðallega til þess að benda fólki á þá staðreynd að nú hefur losnað eitt herbergi í þessu góða húsi og býðst það til leigu fyrir þá sem vilja búa með þessu sómafólki sem við erum. Nú er bara að grípa tækifærið og upplifa hluti sem ekki allir fá að upplifa.
Matti ákvað nefninlega að flytjast til danaveldis á vit örlaganna og verður það eflaust gaman.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home