Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Monday, January 16, 2006

Viðburðarík helgi

Þessi helgi einkenndist af djammi og sofandi dögum.
Á föstudaginn var haldið í innfluttningspartý hjá Ásu og Ellert og var það stórskemmtilegt. Við komum reyndar svoldið seint því aldrei gátu allir verið tilbúnir í einu. Við komumst þó að lokum á leiðarenda, ég, helga, biggi og hildur. Leiðarendinn var lengst í burtu í Kópavogi og sáust skíðalyfturnar í bláfjöllum frá svölunum. Þar skemmtum við okkur konunglega og fórum svo í bæinn.
Á laugardaginn lágum ég biggi og helga hér eins og draugar og horfðum á ekkert í sjónvarpinu og átum pizzu. Ég og helga brugðum á það ráð að leggja okkur síðla dags. Ég vaknaði upp með látum um sjö. Djö.. ég á að vera mætt í tvítugsafmæli hjá hönnu eftir klukkara. Það hafðist þó að komast þangað á góðum tíma en biggi og helga komu mun seinna. Svo var farið aftur í bæinn og fór ég í mýflugumynd á skímó en ákvað skynsöm að koma mér heim eftir stutta stund.
Það er svoldill kommúnubragur hér á kára um helgar. Fullt af fólki gisti hér, ýmist á mínum vegum eða matta. Dagarnir einkennast svo af þreyttu fólki liggjandi hist og her um íbúðina að borða take away mat og ganntast yfir gærkveldinu.
Þetta er svosem ágætis fyrirkomulag að öðru leiti en því að allt er hér fínt á föstudegi. Á sunnudagskveldi eru svo allir gestir farnir til síns heima og þú situr ein eftir í drasli og pizzakössum og átt eftir að læra.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home