Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Thursday, January 19, 2006

Slæmar og góðar fréttir

Er hægt að vera endalaust óheppin?´
Það gerðist í snemma í september að gleraugun mín sviptust af mér lentu á götunni, stigið var á þau og þau eyðilögðust.
Það varð úr að ég þurfti að kaupa mér ný.
Gleraugun mín eru því ekki gömul. Í dag fór ég svo í fótbolta í hljómskálagarðinum í leikfimitíma. Það vildi ekki betur til en boltin fór í mitt fés og gleraugun mín brotnuðu. Ég þarf því aftur að kaupa mér ný gleraugu á innan við ári, vesalings ég.

En nú er komið að góðu fréttunum. Við Mundi töluðum við nokkur fólk sem hafði áhuga á því að leigja með okkur í dag. Allt voru þetta útlendingar ein frá póllandi, einn frá kína og einn frá danmörku/noregi.
Eftir viðtölin vorum við ekki mjög kát og sáum að erfitt væri að búa með ókunnugu fólki.
En þar sem við mundi erum svo heppinn að eiga góða að komumst við að því að við getum búið hér ein það sem eftir lifir vetrar.
Gleðiefni mikið er það.

Við erum því með eitt herbergi laust sem við vitum ekki hvað eigi að gera við annað en að geyma handklæðin þar.
Kannski, skrifstofu, leikherbergi með bílateppi, dúkkuhúsi playmo o.fl. eða jafnvel bara gestaherbergi eða saumaherbergi.
Hvað finnst ykkur nú sniðugasta hugmyndin, eða dettur ykkur eitthvað annað í hug?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home