Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, February 01, 2006

Gerum okkar besta...

Heil og sæl gott fólk.
Mikið var gaman að vera Íslendingur í gær. Ekki að það sé eitthvað sérstaklega slæmt í dag. En í gær var það betra. Við tókum Rússa og sýndum þeim hvar Davíð keypti ölið með mikilli gleði og ánægju. Ég kríaði meira að segja út frí í sálfræði til þess að sjá leikinn og var það vel þess virði. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur og eiga þeir hrós skilið.
Í dag mættum við svo heimsmeisturum og ólympíumeisturum króötum. Þá fór gamanið aðeins að kárna en þeir stóðu sig með prýði strákarnir og sýndu að við eigum eitt af bestu handboltaliðum heims. Nú er bara að vona að allt fari á besta veg við vinnum norðmenn og aðrir leikir fari eins og við viljum og við förum í undanúrslit.

En alveg finst mér merkilegt hvað allir Íslendingar verða miklir Íslendingar þegar stórmót í handbolta standa yfir. Allir flykjast saman hvetja sína menn til dáða og eru vissir um að við séum bestir í heimi og getum allt.
Aftur á móti er líka merkilegt hvernig allir missa móðinn segja að strákarnir okkar séu ömurlegir og geti ekkert og að Íslendingar hafi aldrei getað neitt í íþróttum ef við töpum. Skrýtið hvernig einn bolti og smá net getur haft þessi áhrif á fólk.
Ég er þó engin undantekning og mun reyna að beita brellibrögðum til þess að fá að sjá leikinn við norðmenn þó svo að hann sé inn í miðri stundatöflu á morgun.

En þá af þorrablóti. Mikið var gaman og stóðu allir sig með stakri prýði sem fram komu á þessu blóti. Toppurinn var svo að Mundi litli sambýlismaður minn var valinn formaður næstu skemmtinefndar og ekki nóg með það heldur er Helga Þórey líka í nefndinni, þetta verður gaman að sjá.

Ég fékk eina myndavél til umráða síðustu viku og tók myndir af gestum og gangandi. Ég ætla því að reyna að henda hér inn nokkrum myndum, hef þó ekki þorrablótsmyndir eins og svo margir aðrir

Þangað til næst
Farvel

0 Comments:

Post a Comment

<< Home