Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, February 15, 2006

Ákvarðanir

Ég er nú farin að hallast að því að það að taka ákvörðun sé það erfiðasta í heimi (ef ekki geimi).
Ég hef nú ekki þurft að taka margar stórar ákvarðanir í lífinu en hef þurft að taka margar litlar. Þó hafa allar þessar stóru, eins og í hvaða skóla á að fara o.fl. slíkt verið mjög erfiðar og næstum ákvarðast af hlutkesti á elleftu stundu.
Nú er komið vorhlé, gaman af því, og ég komin í helgarfrí frá og með núna.
Vorhléi fylgir árshátíð og árshátíðardagur. Ég átti í miklum erfiðleikum með að ákveða hvað gera skyldi í fríi þessu. Coverband fyrir Bítlana sem heitir DET BETALES og kemur frá Norge leikur fyrir dansi sem hljómar mjög skemmtilega. Ég ákvað þó í dag að sleppa þessu og slappa af fram á föstudag. En nú er ég með nagandi samviskubit yfir því að ég gæti hugsanlega verið að missa af einhverju skemmtilegu....þetta er nú síðasta árshátíðin.
Þetta lýsir kannski erfiðleikum ákvarðanatöku.
Mín bíður nú enn erfiðari ákvörðun, hvað skal gera næsta haust? Ég hef ekki hugmynd hvað mig langar að gera, er að hugsa um að fara bara í HÍ til þess að gera eitthvað. En hvað mig langar að læra er enn mjög óljóst. Ákveður maður svona hluti með hlutkesti á elleftu stundu? Væri ekki bara best ef einhver myndi taka þetta að sér og segja mér hvað gera skal og ég skal næstum lofa að hlýða.

Síðustu helgi komu Rúnar og Ívar í orlof á Kárastíg og fannst mér það afar gaman. Við spiluðum mikið af BUZZ sem er uppáhlads núna, hann er fáránlega skemmtilegur :)
Við fórum einnig upp í hallgrímskirkjuturn. Ég fann fyrir þvílíkri ónotatilfinningu bara við það eitt að vita að ég væri svona hátt uppi sem er svolítið fáránlegt.
En þetta er svosem allt sem mér liggur á hjarta í bili svo:
Góða helgi gott fólk.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home