Lífið í Leuven

Lengi getur vont versnað

Wednesday, May 03, 2006

Góðan og blessaðan...

Oft er þörf en nú er nauðsyn. Hver vill koma og vera húsmóðir á Kárastígnum? Frítt uppihald og allur pakkinn ókeypis. Þarf bara að þrífa, vaska upp og elda, ekki verra ef sá hinn sami kann eitthvað örlítið fyrir sér í pípulögnum og er heldur fyrirferðalítill.
Prófin komin á milljón hjá Munda núna svo nú erum við tvö til þrjú alveg í mongólítanum á Káranum. Voða gaman og mikið stuð. Höfum meira að segja að notað stuðgleraugun (af Holtsgötunni) óspart. Við höfum fundið upp á ótal leikjum fyrir fólk sem vill gera eitthvað skemmtilegt en líta út fyrir að læra. T.d. orðabókaleik, spurðu út úr stæðfræðireglum leikurinn, metingur um blaðsíðutal, syngja leiðinleg lög og láta aðra fá þau á heilann, sá vinnur sem kemur með leiðinlegasta lagið. Velja prófalög, endilega komið með hugmyndir, fara skriffærastríð o.m.fl.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home